Framhaldsskólar

Mánudaginn 26. maí 2008, kl. 18:18:54 (8125)


135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[18:18]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Ég greiði að sjálfsögðu atkvæði með því að málið gangi til 3. umr. því að þá er þó enn von á því að hægt sé að stoppa frumvarpið í menntamálanefnd. Það verður verulegur skaði ef þetta mál verður gert að lögum í þessum flýti og því flaustri sem hér ríkir þessa síðustu daga þingsins. Þessi lagasetning mun ekki hafa í för með sér eflingu framhaldsskólastigsins eins og að er stefnt. Ekki liggur fyrir trúverðug greining á kostnaði við lagasetninguna. Og hvar eru fyrirheitin af hálfu stjórnvalda varðandi það að ætla að taka þátt í auknum kostnaði við rekstur á því framhaldsskólastigi sem hér er verið að innleiða? Þau eru hvergi, enda hefur framhaldsskólinn verið sveltur af því stjórnvaldi sem hefur farið með stjórn menntamála undanfarin 16 ár og það eru engar vísbendingar um að því eigi að breyta. Auk þess er verið að innleiða frumvarp sem gerir ráð fyrir því að framhaldsskólanemar þurfi að kaupa sér dýrt aðfararnám (Forseti hringir.) að háskóla af því að stúdentsprófið verður með þeim hætti að háskólanum verður ókleift að meta það.