135. löggjafarþing — 109. fundur,  27. maí 2008.

flutningur stjórnsýslu- og eftirlitsverkefna á sviði lax- og silungsveiði o.fl. til Fiskistofu.

531. mál
[12:11]
Hlusta

Valgerður Sverrisdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta var ágætisskýring hjá hv. formanni nefndarinnar en engu að síður er mjög athyglisvert að þrír stjórnarsinnar töldu að tíminn væri ekki nægur í nefndinni til að taka fulla ábyrgð á málinu. En hins vegar eru tveir stjórnarandstæðingar sem töldu að þetta væri alveg nógur tími og skrifa undir án fyrirvara. Mér þótti því vænt um að heyra formanninn segja það skaða að sú sem hér stendur hafi ekki verið með í umræðunni því hún hefði þá kannski verið málefnalegri, betri og fyllri, en þetta er bara eitt af því sem kemur kannski ekki alveg á óvart. Ég vildi því vekja athygli á þessu vegna þess að mér finnst þetta vera dálítið dæmigert fyrir ríkisstjórnina.