Leikskólar

Fimmtudaginn 29. maí 2008, kl. 21:02:26 (8581)


135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

leikskólar.

287. mál
[21:02]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Nú eru að koma til atkvæða eftir 3. umr. þessi fjögur stóru frumvörp um skólamál. Það er ýmislegt sem hefði mátt skoða betur á milli 2. og 3. umr. í þessum málum. Ég tel að það sé ekki sómi að því að ekki skyldi hafa verið hægt að hafa rýmra um umfjöllun þessara mála þegar kemur að lokum þessarar afgreiðslu. Það er miður þegar flaustur og fljótaskrift þurfa að einkenna 3. umr. í annars nokkuð vel unnum málum. Hér voru samt sem áður eftir ákveðnir þættir sem hefði mátt ræða betur við 3. umr. Ég lýsi því yfir að ég og aðrir þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs styðjum frumvarpið en ég hefði gjarnan viljað hafa efnismeiri umræðu um það í 3. umr. En það helgast af þessum nýju þingskapalögum sem virðast ekki ætla að breyta neinu um að hér erum við í spreng að afgreiða mál á síðustu dögum þingsins.