Leikskólar

Fimmtudaginn 29. maí 2008, kl. 21:03:53 (8582)


135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

leikskólar.

287. mál
[21:03]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Hér kemur til atkvæða breytingartillaga sem varðar það að setja inn í 2. gr., sem er markmiðsgrein frumvarpsins, að í leikskólum skuli ræktaðir hæfileikar barna til tjáningar og sköpunar í þeim tilgangi m.a. að skerpa sjálfsmynd þeirra og heilbrigðisvitund. Við bætum inn „skilningi og virðingu fyrir mannréttindum“. Við teljum það við hæfi á 60 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna að setja ákvæði af þessu tagi inn í leikskólalögin og segi ég því já.