Tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands

Fimmtudaginn 18. október 2007, kl. 13:13:28 (792)


135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[13:13]
Hlusta

Guðni Ágústsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Áður en slegið er í gadda, sagði hv. þm. Árni Johnsen. Ég tek undir með honum. Þess vegna er ágætt núna fram í jólamánuðinn að draga undan klárnum og velta fyrir sér öðru reiðlagi þegar verður járnað á nýtt undir lok þingsins. Ég treysti því að skynsamir stjórnmálamenn sjái hvað þetta er flókið. Ég hef ekki nærri farið yfir allar þær flækjur sem búa í þessu máli, miklu stærri en ég hef komið að í stuttu máli.

Landbúnaðarháskólinn hefur gríðarleg verkefni á mörgum sviðum. Landgræðsla ríkisins hefur gríðarleg verkefni líka á mörgum sviðum sem snúa að landbúnaðinum, gæðastýringunni, meðferð landsins o.s.frv. Það er verið að rífa svo margt upp með rótum og breyta því (Forseti hringir.) sem ekki gengur upp við þessar aðstæður.