Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla

Fimmtudaginn 01. nóvember 2007, kl. 15:51:48 (1078)


135. löggjafarþing — 16. fundur,  1. nóv. 2007.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

142. mál
[15:51]
Hlusta

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hæstv. félagsmálaráðherra fyrir þetta svar og bind vonir við að þetta atriði verði tekið til sérstakrar skoðunar. Þá væri ekki um að ræða fjölgun í ráðinu frá því sem nú er því að mér skilst að ráðið hafi verið skipað 9 fulltrúum og gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að það verði skipað 8 fulltrúum. Ekki yrði um að ræða fjölgun í ráðinu þó að sveitarfélögin ættu einn fulltrúa þar. Í ljósi þess sem hæstv. félagsmálaráðherra sagði í svari við andsvari mínu bind ég vonir við að hún sé reiðubúin til að tala fyrir því og að nefndin taki það til skoðunar.