Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla

Fimmtudaginn 01. nóvember 2007, kl. 15:52:31 (1079)


135. löggjafarþing — 16. fundur,  1. nóv. 2007.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

142. mál
[15:52]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er sjálfsagt að nefndin taki það til skoðunar ef hún telur fyrirkomulagið ekki fullnægjandi eins og það er í frumvarpinu. Þar er lagt til að samtök launafólks, bæði á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera, tilnefni sameiginlega tvo fulltrúa og samtök atvinnurekenda á sama hátt einnig tvo fulltrúa. Þarna er auðvitað verið að horfa til sveitarfélaganna en ef félags- og tryggingamálanefnd telur það ekki nægilegt þá skoðar hún það.