Barnalög

Föstudaginn 02. nóvember 2007, kl. 12:04:48 (1169)


135. löggjafarþing — 17. fundur,  2. nóv. 2007.

barnalög.

149. mál
[12:04]
Hlusta

Flm. (Dögg Pálsdóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Athugasemdir um sameiginlegt lögheimili eða lögheimili á tveimur stöðum eru nákvæmlega af þeim toga sem ég var að vara við. Við erum þá enn í þessum kassa. Við þurfum að finna lausn á þessu og þess vegna held ég að það sé algerlega framkvæmanlegt að hafa lögheimili á tveimur stöðum.

Það getur vel verið að við náum markmiðinu með öðrum hætti en meðan lögheimilislögin eru eins og þau eru, þá verðum við að gera það svona. Bara til ábendingar: Ég þakka kveðjur vegna jómfrúrræðu en hún var raunar flutt í gær.