Kostnaður við samgöngur til Vestmannaeyja

Mánudaginn 19. nóvember 2007, kl. 15:37:04 (1842)


135. löggjafarþing — 27. fundur,  19. nóv. 2007.

5. fsp.

[15:37]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F):

Herra forseti. Það kann að vera miðað við orð hæstv. samgönguráðherra að það sé þá þingmeirihluti með Framsóknarflokki og Samfylkingu og einhverjum fleiri stjórnarandstæðingum fyrir þessu máli, en ég vil minna á að tveir hv. þingmenn Framsóknarflokksins lögðu fram þingsályktunartillögu um þetta mál á síðasta þingi meðan þeir tóku þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokki en náðu því máli ekki fram eins og þeir óskuðu. Þetta voru hv. þm. Hjálmar Árnason og Birkir Jón Jónsson.

Framsóknarflokkurinn hefur því beitt sér í þessu og á síðasta kjörtímabili beitti Samfylkingin sér margoft fyrir því í orðum hér í þingsal og í kosningabaráttu að þetta skyldi lækkað og þetta er þá eitt dæmi af mörgum um það hve haldlítil kosningaloforð þess flokks vilja vera.