Tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands

Þriðjudaginn 04. desember 2007, kl. 16:19:36 (2582)


135. löggjafarþing — 36. fundur,  4. des. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[16:19]
Hlusta

Frsm. meiri hluta allshn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það vakti mikla athygli mína þegar hv. þingmaður talaði í ræðu sinni um fyrirsjáanlegan kostnað vegna þessara breytinga upp á 1 milljarð króna, allt að 1 milljarði króna eða hvernig það var orðað. Ég spyr: Hvernig fær hann það út að frumvarpið muni valda slíkum kostnaði?

Fyrir liggur að um er að ræða talsverðan kostnað vegna breytinga á húsnæði Stjórnarráðsins og stofnana sem þegar hefur verið gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Ég spyr hv. þingmann: Hvernig fær hann út þennan milljarð? Hvernig kemst hann að þessari niðurstöðu? Ég er reiðubúinn að ræða við hann á næsta ári um niðurstöðuna hvað þetta varðar. Mér leikur forvitni á að vita hvernig hann getur reiknað sig upp í milljarð í þessu sambandi.