Þingsköp Alþingis

Fimmtudaginn 13. desember 2007, kl. 17:51:01 (3298)


135. löggjafarþing — 44. fundur,  13. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[17:51]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill taka fram að það var alveg ljóst að forseti hafði lagt ríka áherslu á það að við reyndum að koma þessu máli sem fyrst til umræðu. Forseti óskaði eftir því við formenn þingflokka á fundi fyrr í dag að hægt yrði að byrja þessa umræðu kl. fjögur. Hins vegar var orðið við því að fresta því í þeirri von að leitað yrði allra leiða til að vinna þetta það hratt að takast mætti að koma þessari umræðu af stað kl. hálfsex. Það virðist ekki hafa dugað og kemur mér satt að segja mjög á óvart að staðan skuli vera þessi, en vegna þessara eindregnu óska tel ég rétt að gera hlé á þessari umræðu þannig að við getum hafið hana aftur 10 mínútur yfir 6. Það er þá nokkuð rúmur tími miðað við það sem lagt var mat á að þyrfti fyrir tæplega sólarhring síðan og vona ég að það dugi.

Þessari umræðu er frestað um sinn og fyrir er tekið 6. dagskrármálið.