Þingsköp Alþingis

Fimmtudaginn 13. desember 2007, kl. 20:35:14 (3316)


135. löggjafarþing — 44. fundur,  13. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[20:35]
Hlusta

Frsm. minni hluta allshn. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Slík andsvör eru ekki svaraverð með neinum öðrum hætti en að verða sorgbitinn yfir því að þurfa að hlýða á þessar fullyrðingar. Ég flutti hér málefnalega ræðu. Ég fann henni rök og dæmi og svo kemur hv. þingmaður upp og segir hana fulla af fullyrðingum og alhæfingum. Hann finnur henni ekki stoð í einu né neinu.

Mér finnst það satt best að segja ekki sæma hv. þm. Lúðvíki Bergvinssyni. Það er líka þannig, hv. þingmaður, að Vinstri hreyfingin – grænt framboð temur sér skipuleg og vönduð vinnubrögð. Það gerum við einnig í þessu máli.

Ég fékk það hlutverk að flytja hér almennan inngang og fleira. Við munum gera einstökum lagabreytingartillögum og öðru skil í ræðum síðar í kvöld.