Þingsköp Alþingis

Fimmtudaginn 13. desember 2007, kl. 20:36:23 (3317)


135. löggjafarþing — 44. fundur,  13. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[20:36]
Hlusta

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er þrjú lykilatriði sem skipta máli. Það er í fyrsta lagi möguleiki stjórnarandstöðu og þingsins að veita framkvæmdarvaldinu aðhald. Í annan stað að hv. þingmenn geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri og tjáð sig. Í þriðja lagi að lagasetning sé vönduð. Frumvarpið stefnir að öllum þremur atriðunum ásamt fleirum.

Það sem vakti athygli mína var að hv. þingmaður kom aldrei að því hvað væri að frumvarpinu og að hann skyldi ekki koma að kjarna málsins eftir tæplega tveggja tíma ræðu olli mér miklum vonbrigðum. Erfitt var að höndla ræðuna vegna þess að hún var full af alhæfingum og fullyrðingum sem mjög erfitt var að ná utan um. Ég ítreka að ég skil að hv. þingmenn vilji fara með (Forseti hringir.) orðræður sínar inn í nóttina. (Gripið fram í.)