Þingsköp Alþingis

Fimmtudaginn 13. desember 2007, kl. 20:40:03 (3320)


135. löggjafarþing — 44. fundur,  13. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[20:40]
Hlusta

Frsm. minni hluta allshn. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Já, það er munur á aðstöðu, það er auðvitað hárrétt. Það hallar á löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið styrkist stöðugt, það er staðreynd. Ég sé engum ofsjónum yfir því þó að ráðherrar sem gegna ábyrgðarmiklu starfi hafi sína aðstoðarmenn fyrir utan starfslið ráðuneytanna. Þetta er erfitt og lýjandi starf, langir dagar og langar nætur og mikil vinna og ábyrgð sem því fylgja.

Það sem ég á við er að þingmenn, stjórnarandstöðuflokkar og stjórnarflokkar, fái viðlíka aðstoð, að jafnt sé á vellinum vegna þess að það er togstreita milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds. Þannig hefur það alltaf verið í lýðræðisríkjum og þannig á það að vera vegna þess að löggjafarvaldið hefur það hlutverk í okkar þrískipta kerfi fyrir utan svo dómsvaldið.