Þingsköp Alþingis

Fimmtudaginn 13. desember 2007, kl. 20:45:43 (3325)


135. löggjafarþing — 44. fundur,  13. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[20:45]
Hlusta

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Hér er ekki verið að veikja stjórnarandstöðuna. Þess vegna stendur meiri hluti stjórnarandstöðunnar á Alþingi að þessu frumvarpi. Það er væntanlega vegna þess að hún er sannfærð um að henni sé betur fært að veita öfluga stjórnarandstöðu að samþykktu þessu frumvarpi, að kannski sé betra að veita öfluga stjórnarandstöðu með skemmri og skarpari ræðum en lengri og loðmullulegri. Ég er algerlega sannfærður um að okkur í Samfylkingunni hefði gengið betur að veita stjórnarandstöðu á liðnu kjörtímabili þegar ég sat að samþykktum þessum lögum, því að þau gefa stjórnarandstöðunni einfaldlega færi á að vera miklu öflugri í málflutningi sínum. Það er misskilningur hjá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði að halda að tveggja tíma ræður nótt eftir nótt feli í sér beitt vopn gegn sitjandi ríkisstjórn í landinu. (Forseti hringir.) Það er ekki þannig. Skarpur og málefnalegur málflutningur er það sem máli skiptir.