Þingsköp Alþingis

Fimmtudaginn 13. desember 2007, kl. 21:18:23 (3335)


135. löggjafarþing — 44. fundur,  13. des. 2007.

þingsköp Alþingis.

293. mál
[21:18]
Hlusta

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ef hv. þingmaður spyr hvort sú er hér stendur ætli að greiða atkvæði með tillögunum þá á ég síður von á því. Ég treysti mér ekki í andsvari sem ég á 40 sekúndur eftir af til að fara yfir tillögur Vinstri grænna og segja hvort mér hugnist eitthvað hér eða ekki. Sumar og líklega flestar af tillögunum sem hér eru hafa verið til umræðu í allsherjarnefndinni. Þar ákváðum við að taka þær ekki inn í breytingartillögurnar sem við gerum nú þannig að á þessu stigi — maður verður alltaf að passa sig á að útiloka ekkert til framtíðar — mun ég ekki styðja þær.