Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 240. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 260  —  240. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um kristilegt siðgæði í starfsháttum grunnskóla.

Frá Auði Lilju Erlingsdóttur.



     1.      Hvað er átt við með orðunum kristilegt siðgæði í 2. gr. laga um grunnskóla, þar sem segir: „Starfshættir skólans skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi“?
     2.      Er kristið siðgæði að mati ráðherra eitthvað frábrugðið almennu siðgæði, eins og því sem trúlausir, hindúar, múslimar, ásatrúarmenn og fólk annarra trúarbragða aðhyllist?
     3.      Hver er ástæða þess að talið er nauðsyn að tiltaka ein trúarbrögð og siðgæði þeim tengt umfram önnur trúarbrögð eða trúleysi í lögum um grunnskóla?
     4.      Telur ráðherra að það fari saman að leggja áherslu á kristilegt siðgæði í starfsháttum grunnskóla og að námsefni í grunnskólum sé borið fram á hlutlausan, gagnrýninn og fjölmenningarlegan máta?