Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 352  —  1. mál.




Breytingartillögur



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2008.

Frá Jóni Bjarnasyni, Katrínu Jakobsdóttur og Ögmundi Jónassyni.



Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
    1.     Við 02-884 Jöfnun á námskostnaði
        1.01 Jöfnun á námskostnaði          520,2     520,2     1.040,4
    2.     Við 06-310 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
        1.01 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu          2.964,0     107,0     3.071,0
         Greitt úr ríkissjóði           2,906,1     107,0     3.013,1
    3.     Við bætist nýr fjárlagaliður:
         06-492 Efling almennrar löggæslu hjá
                    sýslumannsembættum

        1.01 Efling almennrar löggæslu hjá
                sýslumannsembættum          0,0     107,1     107,1
         Greitt úr ríkissjóði           0,0     107,1     107,1
    4.     Við 07-801 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
        a. 1.11 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga,
                    sérstök viðbótarframlög          1.700,0     700,0     2.400,0
        b. 1.13 Fyrsti áfangi gjaldfrjáls leikskóla          0,0     700,0     700,0
        c. 1.14 Hækkun húsaleigubóta          0,0     1.000,0     1.000,0
    5.     Við bætist nýr fjárlagaliður:
         08-207 Til að taka út komugjöld
        1.11 Til að taka út komugjöld          0,0     160,0     160,0
         Greitt úr ríkissjóði           0,0     160,0     160,0
    6.     Við 09-811 Barnabætur
        1.11 Barnabætur          8.800,0     1.000,0     9.800,0
    7.     Við 09-821 Vaxtabætur
        1.11 Vaxtabætur          5.880,0     1.000,0     6.880,0
    8.     Við bætist nýr fjárlagaliður:
         12-841 Jöfnun á flutningskostnaði
        1.10 Jöfnun á flutningskostnaði          0,0     500,0     500,0
         Greitt úr ríkissjóði           0,0     500,0     500,0

Greinargerð.


    Í þessum breytingartillögum, sem lagðar eru fram samhliða tillögum um auknar tekjur ríkissjóðs og sparnað í ríkisrekstri, eru lagðar til breytingar sem nýtast þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu.
    Til að bregðast við húsnæðisvanda fjölmargra einstaklinga og fjölskyldna í landinu er lagt til að einn milljarður kr. verði settur í bæði húsaleigu- og vaxtabætur. Þá er lagt til að barnabætur verði hækkaðar til að bæta stöðu barnafólks og einnig er gerð tillaga um fjárveitingu til að ná fyrsta áfanga gjaldfrjáls leikskóla.
    Þá eru lagðar til breytingar til að jafna stöðu landsbyggðarinnar gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Er þar um að ræða 700 millj. kr. aukningu til að bæta fjárhagsstöðu skuldugra sveitarfélaga, hálfan milljarð kr. til að jafna flutningskostnað og litlu hærri upphæð til að jafna námskostnað í dreifbýli.
    Loks er lögð til sú breyting á starfi lögreglunnar að í stað raunhækkunar fjárveitingar til ríkislögreglustjóra sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu skiptist upphæðin jafnt á milli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni til að efla almennt löggæslustarf, sbr. aðra breytingartillögu sömu flutningsmanna.