Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 304. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Prentað upp.

Þskj. 453  —  304. mál.
Leiðréttur texti.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 133/2005, um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

Frá minni hluta efnahags- og skattanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Pál Þórhallsson frá forsætisráðuneytinu.
    Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á tímasetningum í tengslum við ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.
    Við umfjöllun nefndarinnar var frumvarpið rætt og höfð hliðsjón af fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár.
    Minni hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Gunnar Svavarsson, Lúðvík Bergvinsson og Katrín Jakobsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 10. des. 2007.



Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Ellert B. Schram.


Bjarni Benediktsson.



Birgir Ármannsson.