Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 465  —  1. mál.




Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2008.

Frá Jóni Bjarnasyni, Kristni H. Gunnarssyni og Bjarna Harðarsyni.



Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
         Við 02-299 Háskóla- og rannsóknastarfsemi
        1.92 Háskóli Vestfjarða          0,0     75,0     75,0

Greinargerð.


    Umfangsmikið símenntunar- og háskólastarf er nú í uppbyggingu á Ísafirði. Þar hefur verið stofnað háskólasetur þar sem nú þegar er unnið mjög metnaðarfullt starf á sviði kennslu og rannsókna. Heimafólk bindur miklar vonir við þróun þessa starfs. Fjórðungsþing Vestfjarða hefur ályktað afdráttarlaust um stofnun sjálfstæðs skóla, Háskóla Vestfjarða, og fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga þess efnis. Heimamenn o.fl. hafa lagt þunga áhersla á að Háskóli Vestfjarða verði sjálfstæð stofnun með eigið fjárlaganúmer. Frambjóðendur núverandi stjórnarflokka, einkum Samfylkingarinnar, höfðu stór orð fyrir kosningar um stofnun sjálfstæðs háskóla á Ísafirði sem þeir eru nú í stöðu til að efna.
    Á Ísafirði eru miklir möguleikar til að mynda sterka kennslu- og rannsóknastofnun sem mundi móta sérstöðu sína á grundvelli atvinnulífs og framtíðarmöguleika svæðisins. Hún tæki jafnframt að sér og stýrði rannsóknum, vöktun og nýtingu á fjölbreyttum náttúruauðlindum Vestfjarða og hafinu umhverfis. Reynslan hefur sýnt að litlar stofnanir í sterkum og nánum tengslum við auðlindir, atvinnulíf og menningu heimahéraðs geta orðið öflugar ef þær fá til þess sjálfræði og stuðning. Hér er lagt til að Háskóli Vestfjarða á Ísafirði fái sérstakan fjárlagalið og fjármagn þannig að vinna að stofnun skólans geti haldið áfram af fullum krafti og sjálfstæð stofnun verði að raunveruleika eigi síðar en 1. júní á næsta ári.