Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 474  —  1. mál.




Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2008.

Frá Dýrleifu Skjóldal og Steingrími J. Sigfússyni.



Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
         Við 02-999 Ýmislegt
         1.98 Ýmis framlög menntamálaráðuneytis          155,0     8,7     163,7

Greinargerð.


    Lagt er til að veitt verði 8,7 m.kr. tímabundið framlag til meðferðarstarfsemi í Hlíðarskóla á Akureyri eins og gert er ráð fyrir að veita til Gaulverjaskóla í frumvarpinu.
    Í Hlíðarskóla eru 16 pláss fyrir drengi og átta pláss fyrir stúlkur sem eiga við hegðunar-, aðlögunar- og samskiptaröskun að stríða. Auk þess eru fimm pláss ætluð börnum með geð- og þroskaraskanir. Öll börnin eru á skólaskyldualdri en geta ekki stundað almennan skóla.
    Meðferðarúrræðin eru dýr og algjörlega sambærileg úrræðum Gaulverjaskóla, enda er fyrirmyndin að starfinu í Gaulverjaskóla sótt til Hlíðarskóla. Til að gæta jafnræðis er því rétt að Hlíðarskóla verði veitt sama fjárhæð og Gaulverjaskóla til meðferðarstarfsemi sinnar.