Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 67. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 479  —  67. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um fyrningu kröfuréttinda.

Frá viðskiptanefnd.



     1.      Við 4. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Krafa skv. 1. mgr. fyrnist þó því aðeins að viðtakandi fjármuna veki athygli kröfuhafa eða erfingja hans, tímanlega og á sannanlegan hátt, á að krafan sé að fyrnast.
     2.      Við 9. gr.
              a.      Orðin „þar með talið fyrir ófjárhagslegt tjón“ í 1. mgr. falli brott.
              b.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Krafa um skaðabætur vegna líkamstjóns, þ.m.t. fyrir ófjárhagslegt tjón, fyrnist þó á tíu árum.
     3.      Við 15. gr. Fyrri málsliður 3. mgr. orðist svo: Ef heimilt eða skylt er samkvæmt samningi eða lögum að leggja ágreining í gerð er fyrningu slitið þegar kröfuhafi gerir það sem nauðsynlegt er til að hrinda málinu af stað.
     4.      Við 16. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Ákvæði 1. mgr. gilda jafnframt um kröfur sem lagðar eru fyrir kæru- og úrskurðarnefndir, sem settar eru á fót af skuldara eða starfsgreinasamtökum sem hann á aðild að eða með þátttöku þeirra. Sama gildir ef kæru- eða umkvörtunarnefndir hafa verið settar á fót á grundvelli fyrirmæla í lögum eða ef skuldari samþykkir að krafa sé lögð fyrir starfandi kæru- eða umkvörtunarnefnd.
     5.      Við 21. gr. Orðin „tíu ára“ í fyrri málslið 3. mgr. falli brott.