Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 318. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 491  —  318. mál.




Frumvarp til laga



um veitingu ríkisborgararéttar.

Frá allsherjarnefnd.



1. gr.

    Ríkisborgararétt skulu öðlast:
     1.      Anna Guðrún Arnaldsdóttir Alcalay, f. 1996 á Spáni.
     2.      Constance M.L.M. Wedj Dekon, f. 1972 í Senegal.
     3.      Hata Hoda, f. 1935 í Serbíu.
     4.      Jennifer Ganaganag Selario, f. 1966 á Filippseyjum.
     5.      Juan Ramon Borges Bosque, f. 1992 á Kúbu.
     6.      Konstantín Shcherbak, f. 1978 í Rússlandi.
     7.      Liliam Yisel Gutierrez Ortega, f. 1981 í Kólumbíu.
     8.      Luciano Domingues Dutra, f. 1973 í Brasilíu.
     9.      Mohammed El Bouazatti, f. 1971 í Marokkó.
     10.      Rosemary Nigrelli, f. 1949 í Keflavík.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Allsherjarnefnd hafa borist 20 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi 135. löggjafarþings en samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um ríkisborgararétt, nr. 100/1952, veitir Alþingi ríkisborgararétt með lögum. Nefndin leggur til að 10 einstaklingum verði veittur ríkisborgararéttur að þessu sinni.