Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 359. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 600  —  359. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um stöðu vélhjólaaksturs á Íslandi.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Hyggst ráðherra nýta nýlega skýrslu um mat á stöðu vélhjólaaksturs á Íslandi og þá með hvaða hætti?
     2.      Telur ráðherra koma til greina að skilgreina vegtegundir innan fjallvega/ferðamannavega í gerð F4 og F5 eins og fram kemur í skýrslunni?
     3.      Ef svo er, hvaða ferli telur ráðherra að þurfi innan stjórnsýslunnar svo að slíkt fyrirkomulag komist á?


Skriflegt svar óskast.