Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 51. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 651  —  51. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um varðveislu Hólavallagarðs.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og farið yfir umsagnir sem bárust.
    Tillaga þessi var fyrst flutt á 130. löggjafarþingi. Bárust þá fimm umsagnir, frá Biskupsstofu, Þjóðminjasafni Íslands, Fornleifavernd ríkisins, Reykjavíkurborg (borgarminjaverði) og kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Tillagan var síðar aftur lögð fram í smávægilega breyttri mynd. Bárust þá umsagnir frá samgönguráðuneyti, Listasafni Reykjavíkur, Fornleifavernd ríkisins, Biskupsstofu, Reykjavíkurborg, Þjóðminjasafni Íslands, Hugvísindadeild Háskóla Íslands, Umhverfisstofnun, húsafriðunarnefnd og Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og vestra. Umsagnir um málið voru almennt jákvæðar.
    Telur nefndin að með skipun nefndar líkt og tillagan kveður á um náist frekar að tryggja varðveislu og uppbyggingu Hólavallagarðs og þau menningarlegu og sögulegu verðmæti sem í garðinum eru. Einnig er mikilvægt að með skipun slíkrar nefndar náist að varðveita þann gróður sem þar er en hann á rætur sínar að rekja allt til millistríðsáranna. Út frá menningarlegu gildi garðsins telur nefndin rétt að hann beri að vernda og varðveita.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 5. febr. 2008.



Helgi Hjörvar,


form., frsm.


Árni Þór Sigurðsson.


Guðfinna S. Bjarnadóttir.



Höskuldur Þórhallsson.


Katrín Júlíusdóttir.


Kjartan Ólafsson.



Kolbrún Halldórsdóttir.