Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 472. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 752  —  472. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um vegi og slóða á miðhálendi Íslands.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



     1.      Er rétt að kortlagningu vega og slóða miðhálendisins sé lokið, eins og fram kemur í nýlegu svari ráðherra í þingskjali 653? Ef svo er ekki, hvenær er áætlað að þeirri vinnu ljúki?
     2.      Er áætlað að hafa samráð við ferða- og útivistarhópa og -samtök, svo sem Ferðafélag Íslands, Útivist, Ferðaklúbbinn 4x4, mótorhjólasamtök og samtök hestamanna, áður en lagðar verða fram tillögur um hvaða vegum og slóðum á hálendinu skuli halda opnum? Ef svo er, með hvaða hætti yrði slíkt samráð og hvenær hæfist það?
     3.      Hvenær er áætlað að taka ákvörðun um hvaða slóðum og vegum á miðhálendinu eigi almennt að halda opnum fyrir ferða- og útivistarhópa og -samtök?


Skriflegt svar óskast.