Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 519. máls.

Þskj. 820  —  519. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um viðauka við fjögurra ára samgönguáætlun
fyrir árin 2007–2010.

(Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi 2007–2008.)




    Alþingi ályktar, sbr. lög um samgönguáætlun, nr. 71/2002, að á árunum 2007–2010 skuli unnið að samgöngumálum í samræmi við eftirfarandi áætlun, sem er viðauki við samgönguáætlun 2007– 2010, er samþykkt var sem þingsályktun frá Alþingi 17. mars 2007:

2. FLUGMÁLAÁÆTLUN
2.2 Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta, fjármál.

Verðlag fjárlaga 2008 en 2007 á verðlagi þess árs.
Fjárhæðir í millj. kr. 2007 2008 2009 2010
2.2.1 TEKJUR OG FRAMLÖG
Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta innan lands
Markaðar tekjur
Flugvallaskattur 423 600 636 674
Varaflugvallagjald 569 588 624 661
Markaðar tekjur samtals 992 1.188 1.260 1.335
Markaðar tekjur fluttar frá fyrra ári -361 361
Beint framlag úr ríkissjóði 707 828 986 986
Beint framlag úr ríkissjóði v/Keflavíkurflugvallar – NA/SV braut 250
Ríkistekjur 65 65 0 0
Tekjur og framlög alls 1.403 2.692 2.245 2.321
Viðskiptahreyfingar
Lántökur 0 1.406 0 0
Afborganir lána/viðskiptafærsla -122 -115 -480 -186
Viðskiptahreyfingar samtals -122 1.291 -480 -186
Til ráðstöfunar 1.281 3.983 1.765 2.135
Sérstök fjáröflun
Akureyri – lenging 0 0 0
Keflavíkurflugvöllur – NA/SV braut 0 0 0
Reykjavík – samgöngumiðstöð 0 0 0
Sérstök fjáröflun samtals 0 0 0 0
Til ráðstöfunar alls 1.281 3.983 1.765 2.135
2.2.2 GJÖLD
Rekstur og þjónusta
Samkvæmt þjónustusamningi við Flugstoðir ohf. 1.215 1.462 1.339 1.414
Rekstur samtals 1.215 1.462 1.339 1.414
Viðhald og styrkir
Viðhaldssjóðir, samkvæmt þjónustusamningi 83 409 53 133
Viðhald og styrkir samtals 83 409 53 133
Stofnkostnaður
Flugvellir í grunnneti 225 1.560 247 306
Framkvæmdir fluttar milli ára -147 147
Keflavíkurflugvöllur NA/SV braut 250
Aðrir flugvellir 23 44 10 168
Önnur mannvirki, búnaður og verkefni 96 111 116 114
Stofnkostnaður samtals 197 2.112 373 588
GJÖLD ALLS 1.495 3.983 1.765 2.135


2.2.3 Sundurliðun einstakra gjaldaliða.
2.2.3.1 Viðhald.


Verðlag fjárlaga árið 2007, millj. kr.
Breyting
2008
Breyting
2009
Yfirborð brauta og hlaða (bundin yfirborð) 280 -280
Byggingar, búnaður og önnur verkefni
Ýmis verk vegna flugleiðsögu og tæknibúnaðar
Samtals viðhald 280 -280

2.2.3.2.1 Alþjóðaflugvellir í grunnneti.
Verðlag fjárlaga 2007, millj. kr. Breyting Breyting
Flokkur Staður – verkefnaflokkur 2008 2009
I Reykjavíkurflugvöllur
1. Flugbrautir og flughlöð 515
2. Byggingar
3. Aðflugs- og öryggisbúnaður    
I Akureyrarflugvöllur
1. Flugbrautir og flughlöð 865
2. Byggingar
3. Aðflugs- og öryggisbúnaður    

I

Keflavíkurflugvöllur
1. Flugbrautir og hlöð
2. Byggingar
3. Aðflugs- og öryggisbúnaður 250
Samtals alþjóðavellir í grunnneti 1.615
Samtals breytingar 1.895 -280

3. SIGLINGAMÁLAÁÆTLUN
3.1 Fjármál
Árið 2007 á verðlagi 2007. Árin 2008, 2009 og
2010 á verðlagi fjárlaga 2008, millj. kr.

2007

2008

2009

2010

Samtals
TEKJUR OG FRAMLÖG
Markaðar tekjur
Vitagjald 133 133 133 152 551
Framlag úr ríkissjóði 1.345 2.857,8 3.008 2.274 9.485
Aðrar ríkistekjur
Vottorð 2 1,3 2 2 7
Skoðunargjöld skipa 1 1,3 1 1 4
Sértekjur 141 175,5 175 175 667
Tekjur og framlög alls 1.622 3.168,9 3.319 2.604 10.714
Viðskiptahreyfingar
Vestmannaeyjaferja, lántaka 0 0 0
Frá Hafnabótasjóði 11 11,8 23
Til ráðstöfunar alls 1.633 3.180,7 3.319 2.604 10.737
GJÖLD
Rekstrargjöld
Hafnamál 20 23,0 25 28 96
Hafnir, líkantilraunir og grunnkort 21 52,0 55 55 183
Rekstur Hafnabótasjóðs 11 12,0 12 12 47
Siglingavernd 15 17,0 19 21 72
Skipamál 62 68,0 68 68 266
Vitar og leiðsögukerfi 131 143,4 140 143 557
Vaktstöð siglinga 213 267,0 267 267 1.014
Skipaeftirlit 89 91,0 91 91 362
Hafnarríkiseftirlit 21 24,0 26 28 99
Rannsóknir og þróun 50 51,0 54 54 209
Áætlun um öryggi sjófarenda 22 22,0 22 22 88
Minjavernd og saga 5 5,0 5 5 20
Þjónustuverkefni 144 178,1 178 178 678
Rekstrargjöld alls 804 953,5 962 972 3.692
Stofnkostnaður
Vitar og leiðsögukerfi 19 24,4 32 32 107
Hafnarmannvirki 684 859,8 707,3 552 2.803
Lendingabætur 9 7,3 7 7 30
Ferjubryggjur 9 9,4 10 10 38
Sjóvarnargarðar 108 125,2 137 137 507
Hafnabótasjóður, framlag 200,0 37 37 274
Landeyjahöfn (100% fjármögnun) 835,0 1.416,2 857 3.108
Stækkun tollaðstöðu Seyðisfirði (200 m2) 62,3 10 72,3
Vestmannaeyjaferja 103,8 0 0 103,8
Stofnkostnaður alls 829 2.227,2 2.356,5 1.632 7.045
GJÖLD ALLS 1.633 3.180,7 3.319 2.604 10.737

    Gert er ráð fyrir samkvæmt áætlun þessari að byggð verði ný Vestmannaeyjaferja á árunum 2008–2010 sem sigli milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Ferjan og rekstur hennar hefur verið boðin út í einkaframkvæmd samkvæmt heimild í samgönguáætlun 2007–2010. Ekki er gert ráð fyrir að ríkissjóður eignist ferjuna að loknum 15 ára samningstíma og því verði um árlegar þjónustugreiðslur ríkissjóðs að ræða vegna hennar frá og með hausti 2010 í 15 ár. Gert er ráð fyrir að greiðslur þessar verði um 8.800 millj. kr. á tímabilinu miðað við núverandi verðlag. Er þá miðað við 6% vexti á fjárfestingarhlutann. Fjárveitingar til ferjunnar, sem voru á fyrri áætlun 2009 og 2010, eru því felldar niður. Rekstur ferjunnar fjóra síðustu mánuði ársins 2010 er færður á vegáætlun.

3.2 Sundurliðun einstakra gjaldaliða.
3.2.1 Stofnkostnaður.
Tafla 3-1. Hafnarmannvirki, heildarfjárveitingar.
Verðlag fjárlaga 2007, samtölur árin 2008, 2009 og 2010 á verðlagi fjárlaga 2008, millj. kr. 2007 2008 2009 2010 Samtals
Ríkishluti innan grunnnets með breytingum 1.007,8 662,5 507,6 343,0 2.521
Ríkishluti utan grunnnets með breytingum 60,9 59,7 173,8 188,4 483
Óbundið fé í ársbyrjun 2007 samkvæmt yfirliti dags. 14. des. 2006 -584,7 -585
Verðlagsbreyting, fjárlög 2008 27,4 25,9 20,2 74
Landeyjahöfn af liðnum Hafnarmannvirki 200 110,2 310
Hafnarmannvirki, fjárveitingar með breytingum 684,4 859,8 707,3 551,6 2.492,5
Landeyjahöfn, sérstakur fjárlagaliður 835,0 1.416,2 857,0 3.108,2
Stækkun tollaðstöðu á Seyðisfirði (200 m²) 62,3 10,0 72,3
Vestmannaeyjaferja 103,8 0,0 0,0 103,8

3.2.1.1 Hafnir í grunnneti ríkisstyrktar.
Tafla 3-2. Fjárveitingar til hafna í grunnneti, ný og breytt verkefni.
Verðlag fjárlaga 2007, millj. kr.
Kjördæmi 2007 2008 2009 2010 Samtals
Hafnir /hafnasamlög
Norðvesturkjördæmi
Snæfellsbær (Rif, Ólafsvík) 113,6 103,7 18,1 29,9 265,3
Vesturbyggð (Brjánslækur, Patreksfjörður, Bíldudalur) 61,3 69,8 28,3 159,4
Ísafjarðarbær (Ísafjörður) 66,4 25,5 33,0 124,9
Skagaströnd 54,9 21,8 76,7

Norðausturkjördæmi
Siglufjörður 54,2 15,9 36,5 18,5 125,1
Hafnasamlag Eyjafjarðar (Dalvík, Ólafsfjörður) 46,2 5,7 20,4 16,9 89,2
Hafnasamlag Norðurlands (Akureyri) 86,6 32,8 119,4
Grímsey 38,1 3,9 26,1 68,1
Norðurþing (Húsavík, Raufarhöfn) 8,5 93,5 7,0 109,0
Þórshöfn 58,7 33,7 24,1 116,5
Vopnafjörður 35,9 109,6 5,5 151,0
Djúpivogur 17,5 17,5

Suðurkjördæmi
Hornafjörður 57,2 29,1 20,2 20,2 126,7
Grindavík 78,3 38,4 45,2 161,9
Óskipt
Húsavík, undirbúningur rannsókna vegna stækkunar Húsavíkurhafnar 70,0 30,0 100,0
Viðhaldsdýpkanir og viðhald skjólgarða 30,6 41,8 88,9 75,4 236,7
Tafla 3-3. Hafnir í grunnneti, ný og breytt verkefni.
Skýringar við töflu: Frumáætlun Siglingastofnunar um heildarkostnað við framkvæmdir, virðisaukaskattur meðtalinn. Verðlag fjárlaga 2007, millj. kr.
Höfn
    Verkefni
2007 2008 2009 2010 Hlutur
ríkissj.
NORÐVESTURKJÖRDÆMI
Snæfellsbær
    Rifshöfn:
    Grjótgarður að Tösku og sandfangari (96.000 m³) 128,0 30,0 75%
Grundarfjörður
    Smábátaaðstaða, uppsátur (15x30 m), flotbryggja (10 m), lýsing, vatns- og raflögn 0
    Flotbryggja (20x3m) 7,7 60%
    Öldudempandi flái vestan Miðgarðs (70 m, um 1.500 m3) 5,1 75%
Vesturbyggð
    Brjánslækur:
    Ferjubryggja lenging, stálþil (31 m fram, endi 29 m), þekja (500 m²) 46,8 10,8 60%
    Patreksfjörður:
    Endurbygging stálþils 1. áfangi, (140 m, dýpi óbr. 4–6 m, þekja 1.400 m²). 80,2 30,0 60%
Ísafjarðarbær
    Ísafjörður:
    Mávagarður, stálþilsbryggja við olíubirgðastöð (60 m, dýpi 9 m) lagnir og þekja (1.400 m² malbik) 62,7 9,3 60%
    Mávagarður, tunna á enda garðs (14 m að þvermáli, dýpi 8 m) 23,8 60%
    Bátahöfn Olíumúli, endurbygging, stálþil (um 65 m, dýpi 7 m) lagnir og þekja (800 m²) 59,2 60%
Skagaströnd
    Rif og endurbygging Ásgarðs, stálþil (20x50 m, dýpi 7 m) 100,2 23,1 60%

NORÐAUSTURKJÖRDÆMI
Siglufjörður
    Dýpkun við Óskarsbryggju (35.000 m², dæling) 27,0 12,0 75%
    SR-bryggja, niðurrif (um 1.000 m² bryggja) 25,5 18,0 60%
Hafnasamlag Eyjafjarðar
    Dalvík:
    Ferjubryggja, stálþil (40 + 10 m), lagnir og þekja (550 m²) 38,4 11,8 12,2 60%
Hafnasamlag Norðurlands
    Ísbryggja ÚA, stálþil (70 m, dýpi 9 m), lagnir og þekja (2.100 m²) 64,7 35,1 60%
    Oddeyrarbryggja, lenging til austurs (stálþil, 65 m, dýpi 10 m) 69,0 33,0 60%
Grímsey
    Skutaðstaða fyrir ferju (pallur 160 m²) 3,0 8,0 60%
Norðurþing
    Húsavík:
    Endurbygging bryggju Suðurgarði, 1. áfangi (150 m þil, dýpi 6 til 6,5 m), lagnir og þekja (2.600 m²) 50,0 129,9 60%
Langanesbyggð
    Þórshöfn:
    Aðgerð til að draga úr straumsogi (lenging Norðurgarðs, 33.300 m³) 35,0 16,0 75%
    Hafskipabryggja endurbygging, stálþil og rif (100 m, dýpi 8 m, þekja 2.750 m²) 63,0 50,0 50,0 60%
Vopnafjörður
    Dýpkun rennu og innan hafnar í -10,0 m (33.000 m³) 57,6 124,4 75%
Seyðisfjörður
    Bryggja við bræðslu, lýsisbryggja breikkuð (100m²) og 2 einbúar 0 60%
    Endurbyggja trébryggja við fiskvinnsluhús (20 m bryggja dýpi 6m) 28,0 60%
Djúpivogur
    Smábátaaðstaða, trébryggja endurb. og lengd (5 x 24 m), lagnir og lýsing – verklok 36,4 60%

SUÐUR KJÖRDÆMI
Hornafjörður
    Álaugareyjarbryggja, suðurkantur endurbyggður og lengdur (155 m, dýpi 9 m), lagnir þekja (4.000 m²) 106,0 50,0 42,0 60%
    Bryggja við vogarhús endurbygging, harðviðarbryggja (50 m, dýpi 4 m) 42,0 60%
Grindavík
    Nýr hafnsögubátur (togkr. 8–10 t, LOA <15 m) smíðaverð án vsk. 65,0 19,0 75%
    Dýpkun og breikkun innri rennu (ca. 25.000 m³ spr./ fleygað og grafið) – frestað 2006 75,0 75%
ÓSKIPT
    Húsavík, undirbúningsrannsóknir vegna stækkunar Húsavíkurhafnar 70,0 30,0 100%
    Viðhaldsdýpkanir og viðhald skjólgarða 72,1 69,4 147,6 125,2 75%
Heildarkostnaður samkvæmt samgönguáætlun 2007–2010     2.749,5 1.374,6 558,8 490,8
Hafnir í grunnneti, breyting -210,9 471,5 180,5
Heildarkostnaður í grunnneti með breytingum samtals: 2.749,5 1.163,7 1.030,3 671,3
    Þar af VSK: 514,1 211,5 196,9 117,4

Tafla 3-4. Fjárveitingar til hafna utan grunnnets, breyting.
Verðlag fjárlaga 2007, millj.kr.
Kjördæmi 2007 2008 2009 2010 Samtals
    Hafnir/ hafnasamlög
Norðvesturkjördæmi
    Ísafjarðarbær (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri) 17,1 32,0 49,1

Tafla 3–5. Hafnir utan grunnnets, breytt verkefni.
Skýringar við töflu: Frumáætlun Siglingastofnunar um heildarkostnað við framkvæmdir, virðisaukaskattur meðtalinn. Verðlag fjárlaga 2007, millj. kr.
Höfn 2007 2008 2009 2010 Hlutur
    Verkefni ríkissj.
NORÐVESTUR KJÖRDÆMI
Ísafjarðarbær
    Flateyri:
    Lengja viðlegubryggju, löndunarkant (stálþil 40 m, dýpi 6 m) lagnir og þekja (800 m²)

0



    Endurnýjun og lenging flotbryggju (50 m) 14,2   60%
    Hafnir utan grunnnets, heildarkostnaður samkvæmt samgönguáætlun 2007–2010 134 ,8 140,4 243,6 262,6
    Hafnir utan grunnnets, breyting -23,5 38,0
    Áætlaður heildarkostnaður utan grunnnets með breytingu samtals: 134 ,8 116,6 281,6 262,6
        Þar af VSK: 26 ,5 22,9 55,4 51,7

4. VEGÁÆTLUN
4.1 Fjármál.
Áætlun um fjáröflun.

Verðlag fjárlaga 2007 fyrir árið 2007. (v.v. 8900)
Verðlag fjárlaga 2008 fyrir árin 2008–2010. (v.v. 9238)
Fjárhæðir eru í millj. kr. 2007 2008 2009 2010
4.1.1 Tekjur og framlög
1.1 Markaðar tekjur
1. Bensíngjald 6.590 7.420 7.495 7.569
2. Þungaskattur km-gjald 1.000 1.280 1.306 1.332
3. Olíugjald 4.920 6.030 6.120 6.212
4. Leyfisgjöld flutninga 4 4 4 4
5. Leyfisgjöld leigubifreiða 6 6 6 6
Markaðar tekjur samtals 12.520 14.740 14.931 15.123
1.2 Ríkisframlag 2.694 7.882 7.018 4.570
1.3 Ráðstöfun á söluandvirði Símans 1.500 3.842 5.400 4.258
1.4 Framlag til jarðganga 1.750 3.456 4.084 6.005
Framlag úr ríkissjóði samtals 5.944 15.180 16.502 14.833
Tekjur og framlög samtals 18.464 29.920 31.433 29.956
4.1.2 Viðskiptahreyfingar
Afborganir lána til ríkissjóðs:
v/vegtenginga Hvalfjarðarganga -40 -40
v/ferja -274
v/skuldar frá 1999 -140 -180 -180
Viðskiptahreyfingar samtals -314 -180 -180 -180
4.1.3 Sérstök fjáröflun 1.400 4.700 3.100
TIL RÁÐSTÖFUNAR 18.150 31.140 35.953 32.876
Skipting útgjalda.
Verðlag fjárlaga 2007 fyrir árið 2007. (v.v. 8900)
Verðlag fjárlaga 2008 fyrir árin 2008–2010. (v.v. 9238)
Fjárhæðir eru í millj. kr. 2007 2008 2009 2010
GJÖLD
Rekstur Vegagerðarinnar
4.1.3 Almennur rekstur
    1.    Yfirstjórn 345 414 420
    2.    Umsýslugjald til ríkissjóðs 62 62 62
    3.    Upplýsingaþjónusta 97 105 105
    4.    Umferðareftirlit 88 120 120
Rekstur samtals: 552 592 701 707
Önnur starfsemi Vegagerðarinnar
4.1.4 Almenningssamgöngur
    1.    Ferjur og flóabátar 697 700 900
            1.    Áætlunarferjur 662 680 670
            2.    Viðhald ferja 35 20 30
    2.    Sérleyfi á landi 210 210 210
    3.    Áætlunarflug 280 280 280
Almenningssamgöngur samtals: 908 1.187 1.190 1.390
4.1.5 Viðhald
    1.    Viðhald bundinna slitlaga. 1.575 1.660 1.732
    2.    Viðhald malarvega 490 522 546
    3.    Styrkingar og endurbætur 956 1.661 1.868
    4.    Brýr, varnargarðar og veggöng 406 468 492
    5.    Viðhald vegmerkinga 631 663 676
    6.    Samningar við sveitarfélög 385 391 405
    7.    Viðhaldssvæði 335 344 351
    8.    Vetrarviðhald 1.309 1.389 1.445
    9.     Umferðaröryggi 309 322 322
    10.    Vatnaskemmdir 186 187 187
    11.    Viðhald girðinga 70 73 78
    12.    Frágangur gamalla efnisnáma 33 36 36
    13.    Minjar og saga 15 25 25
Viðhald samtals: 6.220 6.700 7.741 8.163
4.1.6 Stofnkostnaður
    1.    Grunnnet 8.183 17.373 18.232 15.964
            1.    Almenn verkefni 571 602 538 538
            2.    Verkefni á höfuðborgarsvæði 1.002 3.445 3.335 2.297
            3.    Verkefni á landsbyggð 3.300 5.678 4.553 2.804
                Þar af afborganir lána vegna Hvalfj. til ríkissjóðs -40 -40
            4.    Söluandvirði Símans 1.500 3.842 5.400 4.258
            5.    Jarðgangaáætlun 1.750 3.456 4.084 6.005
            6.    Landsvegir í grunnneti 60 62 62 62
            7.    Grímseyjarferja 260 260
            8.    Ferjubryggjur 28
Grunnnet samtals: 8.143 17.333 18.232 15.964
    2.    Tengivegir 640 1.951 1.447 1.550
    3.    Til brúagerðar 317 545 359 359
            1.    Brýr 10 m og lengri 287 514 328 328
            2.    Smábrýr 30 31 31 31
    4.    Ferðamannaleiðir 195 204 199 199
    5.    Þjóðgarðavegir 324 388 519 571
    6.    Girðingar 75 83 93 99
    7.    Landsvegir utan grunnnets 119 125 124 124
    8.    Safnvegir 350 373 371 371
    9.    Styrkvegir 70 73 75 75
    10.    Reiðvegir 60 62 62 62
    11.    Rannsóknir og þróun 117 124 140 142
Utan grunnnets samtals: 2.267 3.928 3.389 3.552
Afskrift markaðra tekna 60
Stofnkostnaður samtals: 10.470 21.261 21.621 19.516
GJÖLD 18.150 29.740 31.253 29.776
Gjöld samkvæmt sérstakri fjáröflun 1.400 4.700 3.100
Samtals gjöld 18.150 31.140 35.953 32.876
    Niðurstöður 2008 eru í samræmi við fjárlög.
    Tölur fyrir árin 2009 og 2010 eru hækkaðar til verðlags fjárlaga 2008 (v.v. = 9238).
    Gert er ráð fyrir að Vaðlaheiðargöng verði byggð í einkaframkvæmd með veggjöldum. Göngin verði þó fjármögnuð að hálfu af ríkissjóði með jöfnum árlegum greiðslum eftir að framkvæmdatíma lýkur árið 2011 í 25 ár.
    Gert er ráð fyrir að Suðurlandsvegur frá Hveragerði að sýslumörkum Gullbringusýslu verði gerður í einkaframkvæmd. Vegurinn verður fjármagnaður af ríkissjóði með jöfnum árlegum greiðslum eftir að framkvæmdum lýkur árið 2010 í 25 ár.

4.2 Sundurliðun einstakra gjaldaliða.
4.2.1 Grunnnet.
4.2.1.3 Verkefni á landsbyggð.
Hér er gerð grein fyrir skiptingu flýtifjármagns, viðbótarfjármagns og tilfærslu fjármagns.
Heiti verkefnis
Vegnr. Vegheiti
2007 2008 2009 2010
Kaflanr. Kaflaheiti millj. kr. millj. kr. millj. kr. millj. kr.
Bakkafjöruvegur
253     Bakkafjöruvegur
01 Hringvegur–Landeyjahöfn 650
Suðurstrandarvegur
427     Suðurstrandarvegur
12-13 Herdísarvík–Þorlákshöfn 200
05-11 Festarfjall–Herdísarvík 100 240 260
Snæfellsnesvegur
54     Snæfellsnesvegur
10 Um Fróðárheiði 200 300
Vestfjarðavegur
60     Vestfjarðavegur
24 Reykhólasveitarvegur–Þorskafjarðarvegur 130
33-34 Kjálkafjörður–Vatnsfjörður 300 300
Strandavegur
643     Strandavegur
02 Djúpvegur–Drangsnesvegur 100 130
Norðausturvegur
85     Norðausturvegur
14c Fremri Háls–Sævarland 200 40
14d Raufarhafnarleið 50 180
Verkefni á landsbyggð, viðbót 1.930 1.190 260
    Fé sem losnar vegna flýtinga 2008 og 2009 -550
Verkefni á landsbyggð skv. vegáætlun 17. mars 2007 3.300 3.581 3.196 2.847
Verkefni á landsbyggð, verðlagshækkun o.fl. 167 167 247
Verkefni á landsbyggð samtals 5.678 4.553 2.804

4.2.1.4 Söluandvirði Símans.
Heiti verkefnis
Vegnr. Vegheiti
2007 2008 2009 2010
Kaflanr. Kaflaheiti millj. kr. millj. kr. millj. kr. millj. kr.
Sundabraut
450     Sundabraut
01 Sæbraut – Geldinganes 492 3.700 3.808
Norðausturvegur
85     Norðausturvegur
14d Raufarhafnarleið 150
Söluandvirði Símans, viðbót (breyting ) -3.358 1.700 1.808
    Fé sem losnar vegna flýtinga -150
Söluandvirði Símans samkvæmt samgönguáætlun 1.500 7.200 3.700 2.600
Söluandvirði Símans samtals 3.842 5.400 4.258

4.2.1.5 Jarðgöng. 1)
    

Heiti verkefnis
2007
millj. kr.
2008
millj. kr.
2009
millj. kr.
2010
millj. kr.
Dýrafjarðargöng 100 900
Norðfjarðargöng 600 1.700
Vaðlaheiðargöng 100
Bolungarvíkurgöng (Óshlíðargöng)2)
Jarðgöng, viðbót 100 700 2.600
Jarðgöng samkvæmt vegáætlun 1.750 3.222 3.235 3.185
Jarðgöng, verðlagshækkun o.fl. 134 149 220
Jarðgöng samtals 3.456 4.084 6.005
1)    Ekki er gerð grein fyrir Vaðlaheiðargöngum í þessari töflu utan 100 millj. kr. fjárveitingar árið 2008 sem er í samræmi við fjárlög. Gert er ráð fyrir að Vaðlaheiðargöng verði gerð í einkaframkvæmd með veggjöldum. Göngin verði fjármögnuð að hálfu af ríkissjóði með jöfnum árlegum greiðslum eftir að framkvæmdatíma lýkur árið 2011 í 25 ár.
2)     Bolungarvíkurgöng (Óshlíðargöng) eru þegar inni í samþykktri samgönguáætlun 2007– 2010 með 3.680 millj. kr. fjárveitingu. Greiðslur vegna framkvæmdanna ná hins vegar til 2011 og verður því gera ráð fyrir fjárveitingu til ganganna að upphæð 850 millj. kr. á því ári.

4.2.2 Utan grunnnets.
4.2.2.1 Tengivegir.
Vegnr. Vegheiti
Kaflanr. Kaflaheiti
2007
millj. kr.
2008
millj. kr.
2009
millj. kr.
2010
millj. kr.
939 Axarvegur
01-02     Hringvegur-Hringvegur 200 400
204 Meðallandsvegur
02     Fossar–Fljótakrókur 60
262 Vallarvegur
01     Fljótshlíðarvegur–Markaskarð 40
268 Þingskálavegur
01     Rangárvallavegur–Þingskálar 70
360 Grafningsvegur efri
02     Ýrufossvegur–Úlfljótsvatn 30
504 Leirársveitarvegur
01     Leirá–Svínadalsvegur 15
508 Skorradalsvegur
02     Grund–Hvammur 75
576 Framsveitarvegur
01     Snæfellsnesvegur–golfvöllur 10
643 Strandavegur
03-04     Bjarnarfjarðarháls–Klúka 65
722 Vatnsdalsvegur
04     Hvammur–Hringvegur          70
752 Skagafjarðarvegur
02     Hafgrímsstaðir–Sölvanes 15
815 Hörgárdalsvegur
01     Brakandi–Björg 20
816 Dagverðareyrarvegur
01     Hringvegur–Gásir 40
833 Illugastaðavegur
02     Slitlagsendi–Illugastaðir 70
8490 Knarrarbergsvegur
01     Veigastaðavegur–Leifsstaðir 10
94 Borgarfjarðarvegur
06     Lagarfossvegur–Unaós      50
925 Hróarstunguvegur
01     Hringvegur–Blanda 30
04     Hitaveita–Hringvegur 20
Bundið slitlag við sveitabæi á Norðausturlandi 10
Tengivegir, viðbót 700 200 400
    Fé sem losnar vegna flýtinga 2008 og 2009 -50
Tengivegir samkvæmt vegáætlun 640 1.151 1.194 1.144
Tengivegir, verðlagshækkun o.fl. 100 53 56
Tengivegir samtals 1.951 1.447 1.550
                             
4.2.2.4 Þjóðgarðavegir.

Vegnr. Vegheiti
Kaflanr. Kaflaheiti
2007
millj. kr.
2008
millj. kr.
2009
millj. kr.
2010
millj. kr.
862     Dettifossvegur
03     Vesturdalur–Norðausturvegur 100 60 310
Þjóðgarðavegir, viðbót      100 60 310
Þjóðgarðavegir samkvæmt vegáætlun 324 272 440 240
Þjóðgarðavegir, verðlagshækkun o.fl . 16 19 21
Þjóðgarðavegir samtals 388 519 571
4.2.3 Sérstök fjáröflun.

Heiti verkefnis
2007
millj. kr.
2008
millj. kr.
2009
millj. kr.
2010
millj. kr.
Vaðlaheiðargöng
Vaðlaheiðargöng -100 -100 -100
Suðurlandsvegur
Selfoss-Hafravatnsvegur -700 700
Vesturlandsvegur
Kjalarnes-Borgarnes -800 800
Sérstök fjáröflun, minnkun/aukning      -1.600 1.400 -100
Sérstök fjáröflun samkvæmt vegáætlun      3.000 3.300 3.200
Sérstök fjáröflun samtals      1.400 4.700 3.100

    Gert er ráð fyrir að Suðurlandsvegur frá Hveragerði að sýslumörkum Gullbringusýslu verði gerður í einkaframkvæmd. Vegurinn verður fjármagnaður af ríkissjóði með jöfnum árlegum greiðslum eftir að framkvæmdum lýkur árið 2010 í 25 ár.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.



1. INNGANGUR
    Alþingi samþykkti þann 17. mars 2007 þingsályktun um samgönguáætlun 2007–2010. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá samþykkt þingsályktunartillögunnar hafa orðið afdrifaríkar breytingar í þjóðfélaginu sem leiða til þess að nauðsynlegt er að gera viðauka þennan við þingsályktunina. Þar er sérstaklega að nefna um þriðjungs niðurskurð aflaheimilda í þorskveiði sem kemur hart niður á mörgum byggðarlögum á landsbyggðinni. Því er talið nauðsynlegt að flýta ýmsum framkvæmdum á landsbyggðinni bæði í vega- og flugmálum í því skyni að styrkja innviði byggðanna. Á sama hátt munu ýmsir hafnarsjóðir kjósa að fresta framkvæmdum sem leiðir af tekjusamdrætti hafnarsjóðanna vegna aflasamdráttar. Enn aðrir hafnarsjóðir óska eftir flýtingu eða breytingu á framkvæmdum einmitt vegna breyttra atvinnuhátta.

2. FLUGMÁLAÁÆTLUN
    Heildartafla, 2.2.1 Tekjur og framlög, er á verðlagi 2008 fyrir 2008–2010 en á verðlagi 2007 fyrir það ár. Skýringarnar hér að neðan eru á verðlagi 2007 sem og sundurliðun í töflum 2.2.3.1 Viðhald og 2.2.3.2.1 Alþjóðaflugvellir í grunnneti.

Markaðar tekjur.
    
Áætlun um markaðar tekjur, þ.e. tekjur af flugvallaskatti og varaflugvallagjaldi, hefur verið uppfærð að teknu tilliti til fjölgunar farþega fram á þennan dag. Gert er ráð fyrir 6% árlegri aukningu farþega í innanlands- og millilandaflugi frá 2007–2010. Tekjur munu þannig aukast um 433 millj. kr. Jafnframt er flutt á milli áranna 2007 og 2008 147 millj. kr. sem féllu til á árinu 2007 og áætlað var að ráðstafa það ár. Vegna frestunar framkvæmda af ýmsum ástæðum verður þeim ráðstafað á árinu 2008, sbr. stofnkostnað í grunnneti. Einnig eru fluttar til ársins 2008 214 millj. kr. sem eru óráðstafaðar markaðar tekjur frá fyrri árum.

Beint framlag úr ríkissjóði.
    
Gert er ráð fyrir að framlag úr ríkissjóði hækki sem nemur 80 millj. kr. á árinu 2008 sem er samsvarandi fjárhæð og markaðar tekjur voru umfram áætlun á árinu 2007. Tekjum þessum er varið til að mæta vöntun á fjármagni til að uppfylla greiðslur samkvæmt þjónustusamningi á árinu 2007, 65 millj. kr. og 15 millj. kr. sem fara undir stofnkostnað vegna flugvalla í grunnneti.

Viðskiptahreyfingar.
    Gert er ráð fyrir að Flugstoðir ohf. taki á árinu 2008 lán hjá ríkissjóði að upphæð 1.406 millj. kr. miðað við verðlag 2008 en 1.387 millj. kr. miðað við verðlag 2007 sem er það verðlag sem sundurliðaðar fjárhæðir eru á í töflum 2.2.3.1 og 2.2.3.2.1 sem eru breytingar á samþykktri samgönguáætlun, en sú áætlun var á verðlagi 2007. Fjárhæðir í töflu 2.1 eru hins vegar á verðlagi 2008 miðað við 3,8% hækkun verðlags milli ára. Tekið lán vegna framkvæmda við lengingu Akureyrarflugvallar og gerð aðflugsbúnaðar við völlinn 651 millj. kr. Er þá tekið tillit til 214 millj. kr. óraðstafaðra markaðra tekna frá fyrri árum. Framkvæmdir verða á árinu 2008. Lánið yrði endurgreitt af flugmálaáætlun á tíu árum, fyrst 2009 70 millj. kr. og 2010 60 millj. kr. Á sama hátt verður tekið lán hjá ríkissjóði að upphæð 280 millj. kr. til flýtingar malbiksyfirlögn á Akureyrarflugvelli. Framkvæmdin verður 2008 og endurgreiðsla lánsins á árinu 2009 af liðnum 2.2.3.1 Viðhald á flugmálaáætlun.
    Gert er ráð fyrir að Flugstoðir ohf. taki lán hjá ríkissjóði að upphæð 396 millj. kr. á verðlagi 2007 en 412,7 millj. kr. á verðlagi 2008 vegna flughlaðs við fyrirhugaða samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin eigi sér stað á árinu 2008. Áætlaður heildarkostnaður er 440 millj. kr. á verðlagi 2007 en 456,7 millj. kr. á verðlagi 2008 sem fjármagnað yrði með tekjum 2008 44 millj. kr. og lántöku 412,7 millj. kr. Lánið yrði endurgreitt af flugmálaáætlun á tíu árum fyrst 2009 73 millj. kr. og 2010 64 millj. kr.
    Gert er ráð fyrir að Flugstoðir ohf. taki lán hjá ríkissjóði að upphæð 60 millj. kr. á verðlagi 2007 eða 62,3 millj. kr. á verðlagi 2008 til framkvæmda vegna viðbótaraðstöðu fyrir innanlandsflug á Reykjavíkurflugvelli. Lánið verður endurgreitt árið 2010.

Sérstök fjáröflun.
    Liðurinn sérstök fjáröflun lækkar sem nemur 570 millj. kr. vegna lántöku til lengingar Akureyrarflugvallar og 3.000 millj. kr. vegna breytinga á fjármögnun samgöngumiðstöðvar í Reykjavík á árunum 2008–2009. Jafnframt lækkar liðurinn um 250 millj. kr. vegna Keflavíkurflugvallar NA/SV brautar þar sem gert er ráð fyrir að fjármagna enduropnun brautarinnar með beinu framlagi frá ríkinu.

Stofnkostnaður.
    Í liðnum Flugvellir í grunnneti er bætt við fjárhæðir vegna framkvæmda á Akureyrarflugvelli og Reykjavíkurflugvelli, sbr. sundurliðun undir viðskiptahreyfingar hér að framan. Jafnframt er verktíma ýmissa verka hliðrað til að mæta 207 millj. kr. fjárvöntun til að uppfylla þjónustusamning. Er þá tekið tillit til framkvæmda sem fluttar eru milli áranna 2007 og 2008 að fjárhæð 147 millj. kr. Gert er ráð fyrir 15 millj. kr. kostnaði við rannsóknir í tengslum við staðsetningu flugvallar í Reykjavík.

2.2.3.2.1 Stofnkostnaður.
Reykjavíkurflugvöllur.
Flugbrautir og hlöð.
    Flughlað verður gert á árinu 2008 við fyrirhugaða samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli.
Viðbótaraðstaða vegna innanlandsflugs.
    Gerð verður viðbótaraðstaða fyrir innanlandsflug árið 2008.
Reykjavík samgöngumiðstöð.
    Bygging samgöngumiðstöðvar er felld út úr áætluninni þar sem gert er ráð fyrir að hún verði fjármögnuð með öðrum hætti utan samgönguáætlunar og fjárfestingin standi undir sér.

Akureyrarflugvöllur.

Flugbrautir.
    Flugbrautin verður lengd um 460 m árið 2008 og núverandi braut verður lögð malbiksyfirlagi.
Endaöryggissvæði (RESA).
    Gerð verða endaöryggissvæði árið 2008.
Aðflugs- og leiðsögubúnaður.
    Settur verður upp ILS aðflugs- og leiðsögubúnaður árið 2008.

Keflavíkurflugvöllur.
Aðflugs- og leiðsögubúnaður á NA/SV braut
    Gert er ráð fyrir að lagfæra ástand brautarinnar og endurnýja ljósa- og rafmagnsbúnað til að hægt verði að taka hana á ný í notkun.

3. SIGLINGAMÁLAÁÆTLUN
Inngangur.
    Liður í ákvörðun ríkisstjórnar um mótvægisaðgerðir vegna samdráttar þorskveiðiheimilda var að fresta skyldi gildistöku ákvæða hafnalaga um breytingu á styrkjum til hafnarframkvæmda um tvö ár eða til 1. janúar 2011. Hafnir sem verða fyrir tekjusamdrætti og eru með verkefni inni á gildandi samgönguáætlun eiga því möguleika á að fresta framkvæmdum sem voru á áætlun árin 2007 eða 2008 til áranna 2009 og 2010.
    Nokkrar hafnir hafa þegar valið þennan kost í ár og ljóst er að fleiri munu bætast í hópinn á næsta ári. Í fjárlögum fyrir árið 2008 var þess vegna tekin ákvörðun um tímabundna frestun 200 millj. kr. framlags til hafnarmannvirkja. Á grundvelli upplýsinga sem fyrir liggja hjá Siglingastofnun Íslands um stöðu verkefna er gerð tillaga um færslu verkefna fyrir 200 millj. kr. frá árinu 2008 yfir á árin 2009 og 2010.
    Frá samþykkt samgönguáætlunar 2007–2010 í mars 2007 hafa komið fram óskir um nokkrar minni háttar breytingar á verkefnum sem falla undir siglingamálakafla áætlunarinnar. Hér er gerð tillaga um breytingar á samgönguáætlun til að mæta þessum óskum. Um er að ræða breytingar á fimm liðum í siglingamálaáætluninni, tvær á rekstrarliðum og þrjár á stofnkostnaðarliðum.
     1.      Í kjölfar breytinga á atvinnuháttum á landsbyggðinni hefur fjölgað verulega beiðnum frá hafnarstjórnum þar sem óskað er eftir því að Siglingastofnun rannsaki hafnaraðstöðu fyrir nýja atvinnustarfsemi. Því er lagt til að liðurinn Hafnir, líkantilraunir og grunnkort verði hækkaður.
     2.      Samningur Siglingastofnunar við Neyðarlínuna um rekstur Vaktstöðvar siglinga er vísitölubundinn og hafa greiðslur hækkað verulega umfram verðlagsforsendur fjárlaga undanfarin ár. Einnig er í framhaldi af ákvörðun Flugfjarskipta um að selja land á Rjúpnahæð nauðsynlegt að endurnýja búnað til fjarskipta við skip og koma honum fyrir á nýjum stöðum. Af þessum ástæðum er lagt til að liðurinn Vaktstöð siglinga verði hækkaður.
     3.      Hafnarmannvirki. Frá samþykkt gildandi samgönguáætlunar 17. mars 2007 hafa komið fram nokkrar óskir um breytingar á einstökum verkefnum í hafnargerð. Hér er lagt til að samþykkt verði breyting á umfangi verkefna í átta sveitarfélögum. Þá hefur sveitarstjórn Norðurþings óskað eftir því að Siglingastofnun hefji hið fyrsta rannsóknir og líkantilraunir vegna nýrrar hafnar á Húsavík. Hér er lagt til að fjármagn fáist til þessara undirbúningsrannsókna á árunum 2008 og 2009. Til að ekki komi til útgjaldaaukningar árið 2008 er lagt til að öðrum verkefnum verið frestað til áranna 2009 og 2010.
     4.      Í fjárlögum fyrir árið 2008 er framlag til Vestmannaeyjaferju ekki verðbætt frá því sem segir í gildandi samgönguáætlun en hún er á verðlagi ársins 2007. Hér er lagt til að það verði gert.
     5.      Í fjárlögum fyrir árið 2008 er framlag til tollaðstöðu á Seyðisfirði ekki verðbætt frá því sem segir í gildandi samgönguáætlun en hún er á verðlagi 2007. Hér er lagt til að það verði gert.

3.1 Fjármál.
Verðlagsgrundvöllur.
    Samgönguáætlun fyrir árin 2007– 2010 er á verðlagi fjárlaga 2007. Þar eð nú liggur fyrir frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2008 þykir rétt að færa tölur í tekju- og gjaldahlið áætlunarinnar á því ári til samræmis við fjárlagafrumvarpið. Tölur fyrir árin 2009 og 2010 eru einnig færðar til verðlags fjárlaga 2008.
    Þetta á einnig við um samtölur í töflu 3–1 Hafnarmannvirki, heildarfjárveitingar, en töflur 3-2, 3-3, 3-4 og 3-5 eru hins vegar á verðlagi fjárlaga 2007.

Tillögur um breyttar fjárveitingar á samgönguáætlun árin 2008, 2009 og 2010.
    Breytingar sem gerðar voru með fjárlögum 2008 og þessi tillaga að viðauka við samgönguáætlun 2007–2010 hafa í för með sér eftirfarandi breytingar á fjárveitingum frá því sem segir í upphaflegri samgönguáætlun 2007–2010. Hér að neðan er yfirlit yfir þær breytingar sem ekki er nú þegar búið að gera grein fyrir í fjárlögum 2008:

Rekstrargjöld                2008     2009     2010      Samtals

Hafnir, líkantilraunir og grunnkort
Hækkun 30 millj. kr./ár.     30     30     30      90

Vaktstöð siglinga
Hækkun 27 millj. kr./ár.     27     27     27      81

                                        57     57     57      171

Stofnkostnaður.
Hafnarmannvirki.
    Fjárveitingar hækki árin 2009–2010 um 275 millj. kr. Þar af eru 100 millj. kr. vegna undirbúningsrannsókna fyrir stækkun Húsavíkurhafnar. Hækkuninni verði mætt tímabundið með frestun verkefna. Forsenda frestunar er að hafnalögum var breytt svo að verkefnin verði áfram styrkhæf árin 2009 og 2010. Á árinu 2008 er gert ráð fyrir tímabundinni frestun fjárveitingar að upphæð 200 millj. kr., sbr. fjárlög.

                                       2008     2009     2010      Samtals

Breytingar sem koma fram 2008, 2009 og 2010     -86     265     96      275
Landeyjahöfn     
         -114     114           0

Stækkun tollaðstöðu Seyðisfirði
    
Verðlagsbreyting – ekki í fjárlögum     2,3                2,3
Vestmannaeyjaferja
    Verðlagsbreyting – ekki í fjárlögum.     3,8                3,8

                                       -193,9     379     96      281,1
Breytingar samtals:      -136,9     436     153     452,1


    Gert er ráð fyrir samkvæmt áætlun þessari að byggð verði ný Vestmannaeyjaferja á árunum 2008–2010 er sigli milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Ferjan og rekstur hennar hefur verið boðin út í einkaframkvæmd samkvæmt heimild í samgönguáætlun 2007–2010. Ekki er gert ráð fyrir að ríkissjóður eignist ferjuna að loknum 15 ára samningstíma og því verði um árlegar þjónustugreiðslur ríkissjóðs að ræða vegna hennar frá og með hausti 2010 í 15 ár. Fjárveitingar til ferjunnar sem voru á fyrri áætlun á árunum 2009 og 2010 eru því felldar niður. Þjónustugreiðslurnar eru sýndar á vegáætlun.

4. VEGÁÆTLUN
Inngangur.
    Síðastliðið sumar birti ríkisstjórnin ákvörðun sína um að hluti mótvægisaðgerða vegna samdráttar þorskveiðiheimilda skyldi felast í flýtingu ákveðinna framkvæmda í vegagerð. Sú tillaga um endurskoðun vegáætlunarhluta samgönguáætlunar sem hér er lögð fram tekur fyrst og fremst á þeim breytingum sem nauðsynlegt er að gera á þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2007–2010 sem þessi flýting hefur í för með sér.
    Nokkrar aðrar breytingar eru lagðar til í þessari tillögu. Ein er um nýjan tengiveg að Landeyjahöfn, en samkvæmt þeim áætlunum sem nú eru uppi um hafnargerð þar þarf að leggja veginn á þessu ári. Önnur breytingin varðar jarðgöng undir Vaðlaheiði og miðast við að framkvæmdir þar geti hafist á árinu 2009 og að framkvæmdir við Suðurlandsveg hefjist 2009. Báðar þessar framkvæmdir verða í einkaframkvæmd. Einnig er lagt til að greitt sé mótframlag vegna endurbóta á ferjuhöfnum á Dalvík og Brjánslæk. Þá er sýnt að ekki verður unnt að vinna að nokkrum verkefnum eins og fyrri áætlun gerði ráð fyrir þar eð undirbúningur hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir. Hluti af því svigrúmi sem við það myndast er notað til að auka framkvæmdir við tengivegi. Loks er stofnkostnaður vegna Grímseyjarferju tiltekinn sérstaklega en var áður innifalinn í upphæðinni til ferja og flóabáta.

4.1 Fjármál.
Verðlagsgrundvöllur.

    Samgönguáætlun fyrir árin 2007–2010 er á verðlagi fjárlaga 2007. Þar eð nú liggja fyrir fjárlög fyrir árið 2008 þykir rétt að færa tekju- og gjaldahlið áætlunarinnar (áætlun um fjáröflun og skipting útgjalda) til samræmis við fjárlögin fyrir árið 2008. Tölur fyrir árin 2009 og 2010 eru færðar til verðlags fjárlaga 2008. Sundurliðun fjárveitinga til einstakra verkefna eru hins vegar færðar á verðlagi ársins 2007 til samræmis við aðrar tölur til einstakra verkefna í áætluninni til þess að auðveldara sé að bera þær saman.
    Gert er ráð fyrir því að á árinu 2008 taki einstakar tölur breytingum í hlutfalli við breytingar á niðurstöðutölum einstakra liða áætlunarinnar sem sjá má í töflunni um skiptingu útgjalda sem breytt hefur verið til samræmis við fjárlögin. Þetta er í samræmi við það sem venja hefur verið að gera í hliðstæðum tilvikum.
    Gert er ráð fyrir að allar tölur áætlunarinnar fyrir árin 2009 og 2010 verði endurskoðaðar við næstu reglulegu endurskoðun samgönguáætlunar.

Heildarfjármagn.
    Heildarfjármagn til vegamála á árinu 2008 er í samræmi við tölur fjárlaga fyrir það ár.

Gjöld.
    Nokkur breyting er gerð á uppsetningu áætlunarinnar frá gildandi áætlun. Breytingar þessar eru í samræmi við fjárlög fyrir árið 2008. Veigamesta breytingin er að liður sem áður nefndist þjónusta er sameinaður liðnum viðhaldi enda um viðhaldsverkefni að ræða og fyrri skipting orðin úrelt og að mörgu leyti beinlínis til trafala. Þetta er ekki í samræmi við uppsetningu fjárlaga en niðurstöðutala er í samræmi við fjárlög þegar þessir liðir eru lagðir saman.
    Liðurinn almenningssamgöngur er tekinn út úr liðnum rekstri og þjónustu og færður sem sérstakur kafli og jafnframt sundurliðaður nokkru meira en áður var til að gefa gleggri mynd af ráðstöfun fjárveitinga. Loks er liðurinn rannsóknir færður undir stofnkostnað með heitinu rannsóknir og þróun í samræmi við ný vegalög.

4.1.5 Stofnkostnaður.
Grunnnet.
    Lagt er til að skipting fjárveitinga til einstakra verkefnaflokka verði eins og sýnt er á eftirfarandi töflu.

                                        2007     2008     2009     2010
                                        m.kr.     m.kr.     m.kr.     m.kr.

1. Almenn verkefni     571     602     538     538
2. Verkefni á höfuðborgarsvæði     1.002     3.445     3.335     2.297
3. Verkefni á landsbyggð     3.300     5.678     4.553     2.804
4. Söluandvirði Símans     1.500     3.842     5.400     4.258
5. Jarðgöng                   1.750     3.456     4.084     6.005
6. Landsvegir í grunnneti     60     62     62     62
7. Grímseyjaferja               260     260
8. Ferjubryggjur               28

    
Tengivegir.
    Lagt er til að fjárveiting til tengivega verði 640 millj. kr. árið 2007, 1.951 millj. kr. árið 2008, 1.447 millj. kr. árið 2009 og 1.550 millj. kr. 2010.

Þjóðgarðavegir.
    Lagt er til að fjárveiting til þjóðgarðavega verði 324 millj. kr. 2007, 388 millj. kr. 2008, 519 millj. kr. 2009 og 571 millj. kr. 2010.

3.2 Sundurliðun einstakra gjaldaliða.
4.2.1 Framkvæmdir í grunnneti.
Verkefni á landsbyggð.
Bakkafjöruvegur.

    Við undirbúning ferjuhafnar í Landeyjum hefur komið í ljós að æskilegt er að tengja höfnina með nýjum vegi frá hafnarstæðinu upp með Markarfljóti að vestanverðu á Hringveg. Jafnframt er talið nánast nauðsynlegt að vegurinn verði lagður á þessu ári vegna efnisflutninga að höfninni.
    Í gildandi áætlun eru 35 millj. kr. fjárveitingar hvort áranna 2009 og 2010 til að tengja höfnina við Bakkaflugvöll, og verður það gert.
    Áætlaður kostnaður við gerð hins nýja vegar upp með Markarfljóti, ásamt varnargörðum, er 650 millj. kr. Hér er lagt til að veittar verði 650 millj. kr. til þessa verkefnis á árinu 2008 en fjárþörf síðan endurskoðuð við næstu reglulegu endurskoðun samgönguáætlunar.

Suðurstrandarvegur.
    Fjárveiting sem lögð er til á árinu 2008, 2009 og 2010 kemur til viðbótar fjárveitingum af söluandvirði Símans 2008 og 2009. Lagt er til að lokið verði við kaflann milli Festarfjalls og Þorlákshafnar árið 2010.

Snæfellsnesvegur.
    Lokið verði við uppbyggingu vegar yfir Fróðárheiði árið 2010.

Vestfjarðavegur.
    Þær fjárveitingar sem lagt er til að veittar verði til Vestfjarðavegar koma til viðbótar fjárveitingum af söluandvirði Símans. Með þessu fjármagni á að vera unnt að ljúka endurbyggingu vegarins frá Þorskafirði í Kollafjörð. Vegurinn austan Þorskafjarðar verður lagfærður og lagt á hann bundið slitlag. Unnið verður að endurgerð vegarins milli Vattarfjarðar og Vatnsfjarðar.

Strandavegur.
    Lagt verður bundið slitlag á Strandaveg frá Djúpvegi að Drangsnesvegi og því lokið 2009.

Norðausturvegur.
    Með þeim fjárveitingum, sem hér er lagt til að komi til Norðausturvegar og eru til viðbótar fjárveitingum af söluandvirði Símans, verður unnt að leggja nýjan veg milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar, gera tengingar til Raufarhafnar og Þórshafnar og ljúka tengingu frá Vopnafirði að Hringvegi.

Söluandvirði Símans.
Sundabraut.     
    Lagt er til að fjárveiting til Sundabrautar árið 2008 verði 492 millj. kr. sem er 3.508 millj. kr. lækkun frá gildandi vegáætlun. Miðað við stöðu undirbúnings verks þessa eru ekki horfur á að unnt verði að hefja framkvæmdir við það á árinu 2008 nema að mjög takmörkuðu leyti. Gert er ráð fyrir að frestun þessi verði endurgreidd árið 2009 sem nemur 1.700 millj. kr. og verði fjárveiting þá 5.400 millj. kr. og árið 2010 sem nemur 1.808 millj. kr. og verði fjárveiting það ár 4.408 millj. kr.

Norðausturvegur.
    Fjárveiting til Norðausturvegar, Raufarhafnarleiðar, 150 millj. kr., sem vera átti 2010 er flutt til ársins 2008 í samræmi við ákvörðun um flýtingu framkvæmda.

Jarðgöng.
Dýrafjarðargöng.
    Lagt er til að fjárveitingar verði 100 millj. kr. árið 2009 og 900 millj. kr. árið 2010 og er þá við það miðað að framkvæmdir hefjist 2010 og ætti þá að geta lokið árið 2012.

Norðfjarðargöng.
    Lagt er til að fjárveitingar verði 600 millj. kr. 2009 og 1.700 millj. kr. árið 2010. Framkvæmdir hefjast samkvæmt þessu árið 2009 og stefnt að verklokum 2012.

Vaðlaheiðargöng.
    Í gildandi samgönguáætlun 2007–2010 er gert ráð fyrir að Vaðlaheiðargöng verði fjármögnuð með sérstakri fjáröflun. Nú liggur fyrir, hver sú fjáröflun er. Göngin verða fjármögnuð í einkaframkvæmd með veggjöldum, sem standa munu undir helmingi kostnaðar. Gert er ráð fyrir að hluti ríkisins í göngunum greiðist með jöfnum árlegum greiðslum eftir að framkvæmdatíma lýkur árið 2011 í 25 ár.

Grímseyjarferja.
    Í gildandi vegáætlun fyrir árin 2007–2010 var gert ráð fyrir stofnkostnaði vegna Grímseyjarferju, 260 millj. kr. 2008 og 140 millj. kr. 2009, inni í tölum til ferja og flóabáta í liðnum almenningssamgöngur í rekstrarhluta áætlunarinnar.
    Ljóst er orðið að kostnaður við verk þetta verður meiri en fyrrgreindar 400 millj. kr. Að auki eiga þessar fjárveitingar heima með öðrum stofnkostnaði í grunnneti. Í samræmi við það er gerð tillaga um að fjárveitingar verði 260 millj. kr. 2008 og sama upphæð 2009 og verði færðar sem sérstakur liður stofnkostnaðar í grunnneti.

Ferjubryggjur.
    Þörf er á betri aðstöðu við ferjubryggjurnar á Brjánslæk og Dalvík. Fé hefur verið veitt úr hafnarbótasjóði til nauðsynlegra framkvæmda við hafnirnar árin 2007 og 2008. Um er að ræða nýja bryggju á Dalvík og lengingu bryggjunnar á Brjánslæk.
    Í þessu tilviki er um að ræða mannvirki þar sem líklegt er að viðkomandi sveitarfélag geti ekki fjármagnað sinn hluti. Er þá Vegagerðinni heimilt að sjá um mótframlag og er í því skyni gert ráð fyrir 28 millj. kr. árið 2008.

4.2.2 Framkvæmdir utan grunnnets.
Tengivegir.
Axarvegur.
    Lagt er til að hafist verði handa við gerð nýs vegar yfir Öxi. Stefnt er að lokum framkvæmda árið 2011.
    Enn fremur er lagt til að kaflar á eftirtöldum vegum verði lagfærðir og styrktir, þar sem þess þarf með, og lagðir bundnu slitlagi:
    Meðallandsvegur, Fossar–Fljótakrókur
    Vallarvegur, Fljótshlíðarvegur–Markaskarð
    Þingskálavegur, Rangárvallavegur–Þingskálar
    Grafningsvegur efri, Ýrufossvegur–Úlfljótsvatn
    Leirársveitarvegur, Leirá–Svínadalsvegur
    Skorradalsvegur, Grund–Hvammur
    Framsveitarvegur, Snæfellsnesvegur–golfvöllur
    Strandavegur, Bjarnarfjarðarháls–Klúka
    Vatnsdalsvegur, Hvammur–Hringvegur
    Skagafjarðarvegur, Hafgrímsstaðir–Sölvanes
    Hörgárdalsvegur, Brakandi–Björg
    Dagverðareyrarvegur, Hringvegur–Gásir
    Illugastaðavegur, Slitlagsendi–Illugastaðir
    Knarrarbergsvegur, Veigastaðavegur–Leifsstaðir
    Borgarfjarðarvegur, Lagarfossvegur–Unaós
    Hróarstunguvegur, Hringvegur–Blanda og Hitaveita–Hringvegur
    Bundið slitlag við sveitabæi á Norðausturlandi

Þjóðgarðavegir.
Dettifossvegur.
    Lögð er til fjárveiting til að ljúka gerð vegarins árið 2010.

Sérstök fjáröflun.
Vaðlaheiðargöng.
    Í gildandi áætlun fyrir árin 2007–2010 var gert ráð fyrir að af sérstakri fjáröflun kæmu 100 millj. kr. á ári 2008–2010 til Vaðlaheiðarganga. Nú hefur verið ákveðið með hvaða hætti Vaðlaheiðargöng verða fjármögnuð og lækkar hin sérstaka fjáröflun því um 100 millj. kr. á ári 2008–2010.

Suðurlandsvegur.
    Í gildandi áætlun fyrir árin 2007–2010 var gert ráð fyrir að af sérstakri fjáröflun komi 1.400 millj. kr. til tvöföldunar Suðurlandsvegar í Suðurkjördæmi. Af skipulagsástæðum er ekki fyrirsjánlegt að unnt verði að nota alla fjárveitinguna á árinu 2008 og færist hluti hennar því til ársins 2009. Á þessu stigi er gert ráð fyrir að sérstök fjáröflun fyrir Suðurlandsveg frá Hveragerði að sýslumörkum Gullbringusýslu verði í formi einkaframkvæmdar. Vegurinn verður fjármagnaður af ríkissjóði með jöfnum árlegum greiðslum eftir að framkvæmdum lýkur árið 2010 í 25 ár.

Vesturlandsvegur.
    Í gildandi áætlun fyrir árin 2007–2010 var gert ráð fyrir að af sérstakri fjáröflun komi 800 millj. kr. til tvöföldunar Vesturlandsvegar á Kjalarnesi. Af skipulagsástæðum er ekki fyrirsjánlegt að unnt verði að nota alla fjárveitinguna á árinu 2008 og færist hluti hennar því til ársins 2009.