Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 516. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 958  —  516. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um ráðstöfun andvirðis vatnsréttinda kristfjárjarðanna Merkis og Arnarhóls.

Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sigurgeir Þorgeirsson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Umsagnir bárust um málið frá Fljótsdalshéraði og Biskupsstofu.
    Með frumvarpinu er lagt til að sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs verði heimilt að ráðstafa andvirði vatnsréttinda kristfjárjarðanna Merkis og Arnarhóls í Jökuldal til félagslegra framkvæmda í sveitarfélaginu. Skilyrði fyrir ráðstöfuninni er að hún sé samræmanleg hinum forna tilgangi kristfjárgjafa.
    Við meðferð málsins í nefndinni kom fram að andvirði vatnsréttindanna nemur rúmum 20 millj. kr. Einnig kom fram að Kirkjuráð telur ráðstöfun andvirðisins samrýmast eins og unnt er í dag upphaflegum tilgangi kristfjárjarða, sem var framfærsla fátækra.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.

Alþingi, 7. maí 2008.



Arnbjörg Sveinsdóttir,


form., frsm.


Atli Gíslason.


Grétar Mar Jónsson.



Gunnar Svavarsson.


Helgi Hjörvar.


Jón Gunnarsson.



Karl V. Matthíasson.


Kjartan Ólafsson.


Valgerður Sverrisdóttir.