Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 468. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 967  —  468. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög (einföldun reglna um greiðslu hlutafjár í öðru en reiðufé o.fl.).

Frá viðskiptanefnd.



     1.      Við 1. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „vegið meðaltal“ í 1. mgr. a-liðar komi: verðs.
                  b.      Á eftir orðunum „krafist þess“ í fyrri málslið 3. mgr. b-liðar komi: af stofnendum eða stjórn.
                  c.      Síðari málsliður 3. mgr. b-liðar orðist svo: Slíka kröfu má gera þar til greiðslan hefur verið innt af hendi til félagsins.
     2.      Við 2. gr. Í stað orðanna „3. mgr. 8. gr.“ komi: 2. mgr. 8. gr.
     3.      Við 7. gr. Á undan orðunum „í 2. mgr. 133. gr.” komi: tvívegis.
     4.      Við 9. gr.
                  a.      Í stað orðanna „metið á meðaltalsverði á skipulegum verðbréfamarkaði“ í 1. mgr. a- liðar komi: metið á vegnu meðaltali verðs á skipulegum verðbréfamarkaði.
                  b.      Á eftir orðunum „krafist þess“ í fyrri málslið 3. mgr. b-liðar komi: af stofnendum eða stjórn.
                  c.      Síðari málsliður 3. mgr. b-liðar orðist svo: Slíka kröfu má gera þar til greiðslan hefur verið innt af hendi til félagsins.
     5.      Við 13. gr. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Ríkisstjórninni er heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 95/2007 frá 6. júlí 2007 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn frá 2. maí 1992.