Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 541. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 969  —  541. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 146/1996, um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.

Frá viðskiptanefnd.



     1.      Við bætist ný grein er verði 1. gr., svohljóðandi:
             Í stað orðanna „löggildingu rafverktaka“ í 10. tölul. 2. mgr. 13. gr. laganna komi: tímabundna löggildingu rafverktaka.     
     2.      Við 1. gr.
                  a.      Í stað orðanna „meistaranámi rafiðna (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla“ í 4. tölul. a-, b-, c- og d-liðar komi: meistaranámi í rafvirkjun (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla eða hafa jafngilda menntun að mati menntamálaráðuneytis.
                  b.      3. mgr. d-liðar falli brott.
                  c.      Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi:
                   e.    (13. gr. e.)
                         Þeir einir, sem hlotið hafa löggildingu Neytendastofu til rafvirkjunarstarfa skv. 13. gr. a–d mega bera ábyrgð á setningu, breytingu og viðgerðum virkja.