Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 190. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Prentað upp.

Þskj. 978  —  190. mál.
Meiri hluti.




Breytingartillögur



við frv. til l. um almannavarnir.


Frá meiri hluta allsherjarnefndar (BÁ, ÁÓÁ, EBS, SF, HerdÞ, KVM, KjE).



     1.      2. mgr. 1. gr. orðist svo:
                 Markmið almannavarna er að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum og veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið.
     2.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra“ í 1. mgr. komi: heilbrigðisráðherra.
                  b.      Í stað orðanna „heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis“ í 5. tölul. 2. mgr. komi: heilbrigðisráðuneytis.
                  c.      Í stað orðanna „og sóttvarnalæknir“ í 5. tölul. 2. mgr. komi: sóttvarnalæknir og forstjóri Geislavarna ríkisins.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      Við síðari málslið 1. mgr. bætist: og að höfðu samráði við almannavarna- og öryggismálaráð.
                  b.      Á eftir orðunum „almannavarnastig hverju sinni“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: í samráði við viðkomandi lögreglustjóra ef unnt er.
     4.      Við 7. gr.
                  a.      Orðin „þar á meðal gerð varnarvirkja eða aðrar verndarráðstafanir“ í 1. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðsins „umsjón“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: eftirlit.
                  c.      Á undan orðunum „stjórn aðgerða“ í 5. málsl. 2. mgr. komi: með.
     5.      Við 9. gr.
                  a.      Í stað orðsins „hún“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: sveitarstjórnin.
                  b.      Á eftir orðunum „gerð viðbragðsáætlunar“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: semja um gagnkvæma aðstoð.
                  c.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ef ein almannavarnanefnd er í umdæmi lögreglustjóra skal hann sitja í nefndinni.
     6.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað 1. málsl. 1. mgr. komi þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Stjórn aðgerða í héraði þegar almannavarnaástand ríkir er í höndum lögreglustjóra í viðkomandi lögregluumdæmi. Hann situr í aðgerðastjórn ásamt fulltrúa almannavarnanefndar, fulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, fulltrúa Rauða kross Íslands, hlutaðeigandi viðbragðsaðila, sbr. viðbragðsáætlun, svo og öðrum hlutaðeigandi aðilum sem tengjast aðgerðum hverju sinni. Aðgerðastjórn starfar í samvinnu við samhæfingar- og stjórnstöð.
                  b.      Í stað orðsins „heildarstjórn“ í 2. mgr. komi: stjórn.
     7.      Við 12. gr.
                  a.      Í stað orðanna „sjó og í lofti, sbr. 13. gr.“ í síðari málslið 1. mgr. komi: sjó og í lofti eða viðbragða við hættuástandi þótt ekki hafi verið lýst yfir almannavarnaástandi, sbr. 13. gr.
                  b.      Í stað orðanna „Í stjórnstöðinni starfa fulltrúar viðbragðsaðila almannavarna“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: Í almannavarnaástandi starfa í stjórnstöðinni fulltrúar viðbragðsaðila almannavarna.
                  c.      Í stað orðsins „níu“ í 1. málsl. 4. mgr. komi: ellefu.
                  d.      Á eftir orðunum „stjórn samræmdrar neyðarsvörunar“ í 3. málsl. 4. mgr. komi: Rauði kross Íslands, Flugstoðir.
     8.      Við 2. mgr. 13. gr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Áður en ríkislögreglustjóri tekur ákvörðun í málinu skal hann kanna afstöðu viðkomandi lögreglustjóra til beiðninnar.
     9.      Á eftir orðunum „skal þjónustumiðstöðin“ í síðari málslið 2. mgr. 14. gr. komi: í samvinnu við hlutaðeigandi almannavarnanefndir.
     10.      Í stað orðanna „Þá skulu einstök ráðuneyti, í samvinnu við ríkislögreglustjóra“ í 2. málsl. 1. mgr. 15. gr. komi: Þá skulu einstök ráðuneyti og stofnanir á þeirra vegum, í samvinnu við ríkislögreglustjóra og í samræmi við lög sem um starfssviðið gilda.
     11.      Við 16. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „Sveitarfélög“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: og stofnanir á þeirra vegum.
                  b.      Í stað orðsins „sveitarfélög“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: almannavarnanefndir.
                  c.      Í stað orðsins „Sveitarfélögum“ í fyrri málslið 2. mgr. komi: Almannavarnanefndum.
     12.      Við 17. gr.
                  a.      Í stað orðanna „senda ríkislögreglustjóra viðbragðsáætlanir sínar“ í 1. mgr. komi: staðfesta viðbragðsáætlanir sínar og senda þær ríkislögreglustjóra.
                  b.      Í stað orðsins „samþykkt“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: staðfest.
     13.      Í stað orðanna „til starfs ber að koma til læknisskoðunar skv. 1. mgr.“ í 3. mgr. 19. gr. komi: til starfs skv. 1. mgr. ber að koma til læknisskoðunar.
     14.      Við 20. gr.
                  a.      Í stað orðsins „starfa“ í síðari málslið 1. mgr. og fyrri málslið 2. mgr. komi: tafarlausrar aðstoðar.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Kvaðning til aðstoðar við almannavarnir.
     15.      Á eftir orðinu „almannavarna“ í 1. málsl. 1. mgr. 21. gr. komi: skv. 19. gr.
     16.      Í stað orðanna „ríkislögreglustjóra, eða þeim sem hann tilnefnir“ í 1. mgr. 23. gr. komi: lögreglustjóra.
     17.      Á eftir orðunum „Skýrslan skal“ í 2. mgr. 29. gr. komi: kynnt hlutaðeigandi almannavarnanefnd og sveitarstjórnum og.
     18.      33. gr. orðist svo:
                 Hver sá sem uppvís er að því að gefa af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi ranga tilkynningu til samhæfingar- og stjórnstöðvar skv. V. kafla laga þessara eða viðbragðsaðila almannavarna eða misnota að öðru leyti þjónustu þessara aðila varðandi almannavarnir skal sæta refsingu skv. 120. gr. og 120. gr. a almennra hegningarlaga.
     19.      Orðin „skv. 4. mgr. 12. gr.“ í 1. mgr. 34. gr. falli brott.
     20.      Við frumvarpið bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                 Reglur skv. 1. mgr. 5. gr. skal setja eigi síðar en í árslok 2009. Fram að þeim tíma skulu gilda reglur sem dómsmálaráðherra setur eftir tillögum ríkislögreglustjóra.