Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 190. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 997  —  190. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um almannavarnir.

Frá minni hluta allsherjarnefndar.



    Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ný heildarlög um almannavarnir. Gildandi lög um almannavarnir eru frá árinu 1962 en þeim hefur nokkrum sinnum verið breytt. Síðasta meginbreyting var gerð með lögum nr. 44/2003. Þá var gerð sú breyting á stjórnskipulagi almannavarna að þau verkefni sem voru á hendi almannavarnaráðs og Almannavarna ríkisins voru flutt til embættis ríkislögreglustjóra. Þáverandi minni hluti allsherjarnefndar, þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingar, gagnrýndu þær breytinar þar sem mjög skorti á allt samráð auk þess sem það var gagnrýnt að málaflokkurinn skyldi settur alfarið undir lögreglu og skilgreindur sem löggæslumál en það gekk þvert á þau sjónarmið sem Almannavarnir ríkisins höfðu.
    Í frumvarpinu er tekið mið af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september 2006 um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins. Minni hlutinn telur tímabært að lög um almannavarnir verði endurskoðuð en lýsir hins vegar miklum vonbrigðum með að endurskoðunin nú skuli gerð án viðhlítandi samráðs við aðila sem gegna lykilhlutverki á þessu sviði, svo sem slökkvilið, Brunamálastofnun og sveitarfélögin í landinu. Þá eru veigamikil atriði í frumvarpinu í andstöðu við viðmið sem sett hafa verið fram í handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa sem gefin var út í nóvember 2007 af forsætisráðuneyti, dóms- og kirkjumálaráðuneyti og skrifstofu Alþingis. Þau vinnubrögð sem hér hafa verið viðhöfð hafa augljóslega valdið tortryggni hjá þeim sem starfa að almannavörnum, réttmætri gagnrýni og óþarfa misskilningi. Þetta staðfesta fjölmargar breytingar sem meiri hlutinn leggur til að gerðar verði á frumvarpinu. Þó þar sé að finna ýmsar gagnlegar breytingar þá breyta þær því þó ekki að enn skortir mikið á samstöðu aðila sem að málefnum almannavarna koma og eiga að vinna við þetta breytta fyrirkomulag. Þessi vinnubrögð gagnrýnir minni hlutinn.
    Umtalsverður ágreiningur er um efni frumvarpsins. Einkum hafa Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnt frumvarpið harðlega, sbr. meðfylgjandi fylgiskjal. Megin- gagnrýni Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lýtur að því að valdsvið sveitarfélaga, þ.e. heimamanna, sé skert og að miðstýring og valdheimildir ríkislögreglustjóra og lögreglu auknar. Samkvæmt frumvarpinu munu almannavarnir lúta miðstýrðri lóðréttri stjórnun í stað láréttrar valddreifingarstjórnunar sem gefist hefur vel bæði hér á landi og á Norðurlöndum. Ljóst má vera að samráð og þarfagreining í anda góðrar frumvarpssmíði hefði leyst þann ágreining sem er uppi, sbr. framangreinda handbók. Að mati minni hlutans er óásættanlegt að afgreiða frumvarpið sem lög frá Alþingi í andstöðu við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
    Í frumvarpinu gætir tilhneigingar til að spyrða saman borgaralegar öryggisstofnanir samfélagsins og hernaðarlega starfsemi, sbr. meðfylgjandi umsögn Samtaka hernaðarandstæðinga þar sem „varað er við þeirri öfugþróun sem vart hefur orðið við á undanförnum árum, þar sem hefðbundnum æfingum almannavarna og björgunarsveita hefur verið blandað saman við heræfingar erlendra sveita hér á landi. Í þessu samhengi er m.a, vísað til 1. gr. frumvarpsins um hernaðaraðgerðir o.fl.“ Minni hlutinn leggur til breytingu á 1. gr. frumvarpsins í þá veru að vísun til hernaðaraðgerða falli brott. Þá benda Samtök hernaðarandstæðinga á „þá tilhneigingu til miðstýringar sem felst í 7. gr frumvarpsins þar sem ríkislögreglustjóra er falið næstum allt vald á sviði almannavarna.“
    Í umsögn frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var bent á ósamræmi milli annars vegar ákvæða frumvarpsins og hins vegar athugasemda með því. Undir þetta var tekið af fleiri umsagnaraðilum. Þetta hefði þurft að lagfæra. Jafnframt hefði í frumvarpinu þurft að skýra ýmis hugtök en athugasemd þessa efnis kom m.a. fram í umsögn ríkislögreglustjóra um frumvarpið og einnig að nokkru í umsögn Veðurstofu. Þá hefur með réttu verið gagnrýnt að kostnaður sveitarfélaganna vegna frumvarpsins er ekki skilgreindur og skýrður. Hins vegar liggur fyrir greining fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytis á kostnaði ríkissjóðs og er hún látin nægja. Telja verður að þetta stangist á við samkomulag um kostnaðarmat lagafrumvarpa og stjórvaldsfyrirmæla gagnvart sveitarfélögum sem var undirritað í desember 2005. Í samkomulaginu er kveðið á um að stjórnarfrumvörp og reglugerðardrög sem undirbúin eru í ráðuneytum og einvörðungu eða að verulegu leyta hafa bein áhrif á sveitarfélögin verði kostnaðarmetin með tilliti til heildaráhrifa á fjárhag sveitarfélaga.
    Minni hlutinn leggur á þessu stigi málsins til nokkrar lágmarksbreytingar á frumvarpinu og óskar jafnframt eftir því að málið verði tekið til umfjöllunar í allsherjarnefnd að lokinni 2. umræðu til frekari vinnslu og sátta milli hagsmunaaðila. Lagt er til að orðið „hernaðaraðgerða“ falli brott úr upptalningu 1. gr. líkt og getið er hér að framan. Þá er lagt til að í stað þessa að notast verði við hugtökin „almannvarna- og öryggismál“, „almannavarna- og öryggismálastefna“ o.s.frv. verði notað almannavarnamál og almannavarnastefna. Þá er lagt til að lögreglustjóri í samráði við almannavarnanefnd taki ákvörðun um almannavarnastig í sínu umdæmi í stað þess að ríkislögreglustjóri geri það. Janframt er lagt til að 20. gr. frumvarpsins falli brott en þar er kveðið á um kvaðningu til starfa við almannavarnir. Einnig er lagt til að fellt verði brott það ákvæði frumvarpsins að sveitarfélag eigi endurheimt á þann sem hefur notið fyrirgreiðslu hvað varðar kostnað af fæði og húsnæði skv. 2. mgr. 26. gr. frumvarpsins. Loks er lagt til að í afmörkuðum tilvikum taki ríkissjóður þátt í greiðslu kostnaðar sveitarfélaga vegna verkefna skv. IV. og VI. kafla frumvarpsins, þ.e. vegna skipulags almannavarna og gerð viðbragðsáætlana.

Alþingi, 15. maí 2008.



Atli Gíslason.



Fylgiskjal I.

Umsögn frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
(3. desember 2007.)




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal II.


Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
(6. maí 2008.)




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal III.


Umsögn frá Veðurstofu Íslands.
(28. nóvember 2007.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal IV.

Umsögn frá landlækni.
(3. desember 2007.)




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal V.

Umsögn frá Brunamálastofnun.
(4. desember 2007.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal VI.


Nýtt lagafrumvarp um almannavarnir:
Vald og ákvarðanataka fært frá sveitarstjórnum til ríkisins.
(Fréttir, 15. nóvember 2007.)




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal VII.

Ómar Garðarsson:

Nógu gott handa Eyjamönnum?
(Fréttir, 29. nóvember 2007.)




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal VIII.

Umsögn frá ríkislögreglustjóra.
(29. nóvember 2007.)




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal IX.

Umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
(3. desember 2007.)



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal X.

Umsögn frá Félagi slökkviliðsstjóra á Íslandi.
(21. nóvember 2007.)




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.