Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 190. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 998  —  190. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um almannavarnir.

Frá minni hluta allsherjarnefndar (AtlG).



     1.      Við 1. gr. Orðið „hernaðaraðgerða“ í 2. mgr. falli brott.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðanna „almannavarna- og öryggismálum“ í 1. málsl. 1. mgr. og sömu orða í 2. málsl. 1. mgr. og 1. mgr. 7. gr. komi, í viðeigandi beygingarfalli: almannavarnamálum.
                  b.      Í stað orðanna „almannavarna- og öryggisráði“ í 1. mgr. og sömu orða í 2. mgr., 1. og 2. mgr. 4. gr., 4. mgr. 34. gr. og 2. tölul. 35. gr. komi, í viðeigandi beygingarfalli: almannavarnaráði.
                  c.      Í stað orðsins „almannavarna- og öryggismálastefnu“ komi: almannavarnastefnu.
                  d.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Hlutverk almannavarnaráðs.
     3.      Fyrirsögn 4. gr. orðist svo: Skipan almannavarnaráðs.
     4.      Í stað orðanna „almannavarna- og öryggismálum“ í heiti II. kafla komi: almannavarnamálum.
     5.      Við 5. gr. Í stað 1. og 2. málsl. 2. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Lögreglustjóri tekur ákvörðun um almannavarnarstig í umdæmi sínu í samráði við almannavanarnefnd skv. 9. gr. og tilkynnir það jafnskjótt ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðherra.
     6.      Við 8. gr. Á eftir orðinu „Ríkislögreglustjóra“ í 1. mgr. komi: og lögreglustjóra í samráði við almannavarnanefndir.
     7.      Við 13. gr. 2. málsl. 2. mgr. falli brott.
     8.      20. gr. falli brott.
     9.      Við 21. gr. Í stað orðsins „Ríkislögreglustjóri“ komi: Lögreglustjóri.
     10.      Við 23. gr. Í stað orðisins „ríkislögreglustjóra“ komi: lögreglustjóra.
     11.      Við 24. gr. Í stað orðisins „Ríkislögreglustjóri“ komi: Lögreglustjóri í samráði við almannavarnanefnd.
     12.      Við 26. gr. Orðin „en á kröfu um endurheimt á hendur þeim sem fyrirgreiðslunnar hafa notið“ í 2. mgr. falli brott.
     13.      Við 32. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkissjóður skal þó greiða kostnað vegna verkefna sveitarfélaga skv. IV. og VI. kafla sem reynist þeim sannanlega ofviða vegna smæðar sinnar eða fjárlagsstöðu eða atvika að öðru leyti.