Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 288. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1069  —  288. mál.




Breytingartillögur


við frv. til l. um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, og við brtt. á þskj. 1014.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.


     1.      Við bætist ný grein er verði 6. gr., svohljóðandi:

Starfsheitið náms- og starfsráðgjafi.

                      Rétt til að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi og starfa við leik-, grunn- og framhaldsskóla eða aðra hliðstæða skóla hefur sá einn sem hefur til þess leyfi menntamálaráðherra.
                      Leyfi til þess að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi má aðeins veita þeim sem lokið hefur:
              1.      meistaraprófi frá háskóla sem hlotið hefur viðurkenningu ráðherra á grundvelli laga um háskóla, nr. 63/2006, á fræðasviði sem ráðherra viðurkennir til starfs í náms- og starfsráðgjöf,
              2.      öðru námi sem jafngildir meistaraprófi skv. 1. tölul. sem ráðherra viðurkennir í náms- og starfsráðgjöf.
     2.      Við 6. gr., er verði 7. gr.
                  a.      Í stað orðanna „eða framhaldsskólakennari“ í 1. og 2. mgr. komi: framhaldsskólakennari eða náms- og starfsráðgjafi.
                  b.      Í stað orðsins „kennsluréttindi“ í 1. og 2. mgr. komi: réttindi.
     3.      Við 7. gr., er verði 8. gr. Í stað orðanna „eða framhaldsskólakennari“ komi: framhaldsskólakennari eða náms- og starfsráðgjafi.
     4.      Við 2. tölul. brtt. á þskj. 1014.
                  a.      Við a-lið bætast tvær nýjar efnismálsgreinar, svohljóðandi:
                      Til að vera ráðinn við sérkennslu skal umsækjandi hafa öðlast leyfi til þess að nota starfsheitið leikskólakennari eða hafa aðra sérfræðimenntun sem nýtist í starfi.
                      Til þess að verða ráðinn náms- og starfsráðgjafi við leikskóla skal umsækjandi hafa öðlast leyfi til þess að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi, sbr. 6. gr.
                  b.      Við bætist nýr liður, svohljóðandi: Fyrirsögn greinarinnar verði: Ráðning leikskólakennara og náms- og starfsráðgjafa.
     5.      Við 12. gr., er verði 13. gr.
                  a.      Við bætist ný málsgrein er verði 2. mgr., svohljóðandi:
                      Til þess að verða ráðinn náms- og starfsráðgjafi við grunnskóla skal umsækjandi hafa öðlast leyfi til þess að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi, sbr. 6. gr.
                  b.      Á eftir orðinu „grunnskólakennara“ í 2. mgr., er verði 3. mgr., komi: náms- og starfsráðgjafa.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar verði: Ráðning grunnskólakennara, náms- og starfsráðgjafa og sérfræðinga.
     6.      Við 16. gr., er verði 17. gr., bætist ný málsgrein er verði 2. mgr., svohljóðandi:
                      Til þess að verða ráðinn náms- og starfsráðgjafi við framhaldsskóla skal umsækjandi hafa öðlast leyfi til þess að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi, sbr. 6. gr.
     7.      Við 20. gr., er verði 21. gr. Greinin orðist svo:
                      Sæki enginn leikskólakennari um auglýst leikskólakennarastarf, leikskólastjórastarf eða aðstoðarleikskólastjórastarf, sbr. 1. mgr. 9. gr., eða náms- og starfsráðgjafi um starf náms- og starfsráðgjafa, þrátt fyrir endurtekna auglýsingu, er heimilt að lausráða í starfið til bráðabirgða, að hámarki til eins árs í senn, einstakling sem ekki er leikskólakennari eða náms- og starfsráðgjafi. Hið sama gildir ef umsækjandi uppfyllir ekki þau almennu skilyrði sem nauðsynleg teljast til þess að fá ráðningu í starf. Nú hefur starf starfsmanns verið auglýst í tvígang án þess að leikskólakennari eða náms- og starfsráðgjafi hafi fengist og er þá heimilt að ráða hann í starfið samkvæmt nánari fyrirmælum sveitarstjórnarlaga og hlutaðeigandi kjarasamnings. Starfsmaður sem ráðinn er vegna framangreindra aðstæðna má ekki bera starfsheitið leikskólakennari eða náms- og starfsráðgjafi og ekki má endurráða hann án undangenginnar auglýsingar.
     8.      Við 21. gr., er verði 22. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „kennslu“ í 2. mgr. komi: og náms- og starfsráðgjöf.
                  b.      1. málsl. 3. mgr. orðist svo: Nú sækir enginn grunnskólakennari um auglýst kennslustarf eða náms- og starfsráðgjafi um auglýst starf náms- og starfsráðgjafa þrátt fyrir endurtekna auglýsingu og getur skólastjóri þá sótt um heimild til undanþágunefndar grunnskóla um að lausráða tiltekinn starfsmann til kennslustarfa eða í starf náms- og starfsráðgjafa til bráðabirgða, þó aldrei lengur en eitt ár í senn.
                  c.      Á eftir orðinu „kennsluréttinda“ í 2. málsl. 3. mgr. komi: eða í námi til réttinda í náms- og starfsráðgjöf.
                  d.      Á eftir orðinu „kennslustarf“ í 5. mgr. komi: eða náms- og starfsráðgjafa við náms- og starfsráðgjöf.
                  e.      Á eftir orðinu „grunnskólakennari“ í 2. málsl. 6. mgr. komi: eða náms- og starfsráðgjafi.
     9.      Við 22. gr., er verði 23. gr.
                  a.      2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Nefndin skal skipuð fjórum fulltrúum, einum fulltrúa tilnefndum af heildarsamtökum kennara, einum fulltrúa tilnefndum af Félagi íslenskra framhaldsskóla, einum fulltrúa tilnefndum af samstarfsnefnd háskólastigsins og einum fulltrúa án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar.
                  b.      Á eftir orðinu „kennslu“ í 2. mgr. komi: og við náms- og starfsráðgjöf.
                  c.      Á eftir orðinu „kennslustarf“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: eða starf náms- og starfsráðgjafa.
                  d.      Á eftir orðinu „kennslustarfa“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: og starfs í náms- og starfsráðgjöf.
                  e.      Á eftir orðinu „kennsluréttinda“ í 2. málsl. 3. mgr. komi: eða í námi til réttinda í náms- og starfsráðgjöf.
                  f.      Við bætist ný málsgrein er verði 6. mgr., svohljóðandi:
                      Ef hvorki skólameistari né að minnsta kosti tveir skólanefndarmenn mæla með ráðningu náms- og starfsráðgjafa við starf í náms- og starfsráðgjöf getur skólameistari þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. leitað til undanþágunefndar og óskað eftir heimild nefndarinnar til að lausráða annan einstakling sem hann telur hæfan í starfið.
                  g.      Á eftir orðinu „framhaldsskólakennari“ í 2. málsl. 6. mgr., er verði 7. mgr., komi: eða náms- og starfsráðgjafi.
     10.      Við 23. gr., er verði 24. gr. Orðið „eða“ í 1. málsl. 1. mgr. falli brott.
     11.      Við 24. gr., er verði 25. gr. Í stað orðanna „ til kennslu elstu aldursflokka í leikskólum“ í 1. tölul. 1. mgr. komi: til kennslu í tveimur elstu aldursflokkum leikskóla.
     12.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um menntun og ráðningu kennara, skólastjórnenda og náms- og starfsráðgjafa við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.