Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 431. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Prentað upp.

Þskj. 1082  —  431. mál.
Breyttur texti.




Breytingartillögur


við frv. til l. um efni og efnablöndur.

Frá umhverfisnefnd.


     1.      Fyrirsögnin „I. KAFLI, Almenn ákvæði“ á undan 1. gr. falli brott.
     2.      Við 5. gr. 1. mgr. verði svohljóðandi:
             Framleiðandi eða innflytjandi efnis, hvort sem það er hreint, í efnablöndu eða í hlutum, sem framleiðir eða flytur inn efni til markaðssetningar á Evrópska efnahagssvæðinu í meira magni en einu tonni á ári, skal skrá efnið hjá Efnastofnun Evrópu. Framleiðanda og innflytjanda er skylt að hlíta þeim takmörkunum sem skráningunni kunna að fylgja.
     3.      Við 7. gr. Upphaf 1. mgr. verði svohljóðandi: Birgjar skulu láta öryggisblað fylgja við afhendingu efnis til eftirnotanda eða dreifanda, hvort sem það er hreint eða í efnablöndu, ef það fellur undir einn eða fleiri af eftirtöldum liðum.
     4.      Við 8. gr. 2. mgr. orðist svo:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


             Óheimilt er að framleiða, flytja inn, markaðssetja eða nota efni, hvort sem það er hreint, í efnablöndu eða í hlutum, sem ekki hefur verið skráð eða eftir atvikum leyft samkvæmt ákvæðum þessara laga. Enn fremur er óheimilt að framleiða, flytja inn, markaðssetja eða nota efni, hvort sem það er hreint, í efnablöndu eða í hlutum, á þann hátt að í bága fari við þær takmarkanir sem settar eru á grundvelli laga þessara og reglugerða sem settar eru með stoð í þeim, sbr. 4.–7. gr.
     5.      Við 10. gr. Orðin „heimilt að“ í 2. mgr. falli brott.
     6.      Á eftir 12. gr. komi ný grein, 13. gr., svohljóðandi:
             Ríkisstjórninni er heimilt að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 25 frá 14. mars 2008 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn frá 2. maí 1992 og fella inn í samninginn reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 frá 18. desember 2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir, að því er varðar efni (REACH), stofnun Efnastofnunar Evrópu, breytingu á tilskipun 1999/45/EB og um niðurfellingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 793/93 og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1488/94, sem og tilskipun ráðsins 76/769/EBE og tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar 91/155/EBE, 93/67/EBE, 93/105/EB og 2000/21/EB.
     7.      Við frumvarpið bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Bann skv. 2. mgr. 8. gr. gildir ekki um efni sem forskráð eru hjá Efnastofnun Evrópu á tímabilinu 1. júní 2008 til 1. desember 2008, á meðan skráning efnisins er til meðferðar hjá stofnuninni. Bannið gildir ekki heldur um vörur sem afhentar voru frá framleiðanda og settar á markað á EES-svæðinu fyrir gildistöku laga þessara.