Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 384. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1103  —  384. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á samkeppnislögum, nr. 44/2005, með síðari breytingum.

Frá viðskiptanefnd.



     1.      Við 3. gr.
                  a.      Á eftir 3. mgr. a-liðar (17. gr. a) komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Samkeppniseftirlitið getur samkvæmt beiðni veitt undanþágu frá því að samruni komi ekki til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann, enda sé sýnt fram á að tafir á framkvæmd samrunans geti skaðað viðkomandi fyrirtæki eða viðskiptaaðila þess og að samkeppni sé stefnt í hættu. Beiðnin skal vera skrifleg og rökstudd. Undanþágu er heimilt að binda skilyrðum í þeim tilgangi að tryggja virka samkeppni.
                  b.      Við b-lið (17. gr. b) bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                     Telji Samkeppniseftirlitið verulegar líkur á að samruni, sem þegar hefur átt sér stað og uppfyllir ekki skilyrði a- og b-liðar 1. mgr. 17. gr. a, geti dregið umtalsvert úr virkri samkeppni er stofnuninni heimilt að krefja samrunaaðila um tilkynningu um samrunann ef sameiginleg heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er meiri en einn milljarður króna á ári. Eftir að krafa hefur verið sett fram byrjar frestur skv. 17. gr. d að líða fyrsta virka dag eftir að Samkeppniseftirlitinu berst tilkynning sem uppfyllir skilyrði 17. gr. a og reglna sem settar eru samkvæmt ákvæðinu.
                     Ef aðilar samruna sem uppfyllir ekki skilyrði a- og b-liðar 1. mgr. 17. gr. a greina Samkeppniseftirlitinu frá því skriflega að samruninn hafi átt sér stað skal Samkeppniseftirlitið innan 15 virkra daga ákveða hvort beita skuli heimild skv. 3. mgr.
                     Um málsmeðferð og heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar vegna samruna sem krafist er tilkynningar um fer að öðru leyti eftir ákvæðum 17. gr. a – 17. gr. e.
                  c.      Í stað 1. málsl. c-liðar (17. gr. c) komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Telji Samkeppniseftirlitið að samruni hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða eins eða fleiri fyrirtækja verði til eða slík staða styrkist, eða verði til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, getur stofnunin ógilt samruna. Jafnframt skal við mat á lögmæti samruna taka tillit til tækni- og efnahagsframfara að því tilskildu að þær séu neytendum til hagsbóta og hindri ekki samkeppni.
                  d.      Eftirfarandi breytingar verði á d-lið (17. gr. d):
                      a.      Í stað orðanna „5. mgr. 17. gr. a“ í 2. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. komi: 6. mgr. 17. gr. a.
                      b.      Á eftir orðunum „allt að 20“ í lokamálslið 1. mgr. komi: virka.
     2.      Á eftir 4. gr. komi fjórar nýjar greinar sem orðist svo:
                  a.      (5. gr.)
                            Á eftir orðunum „17. gr.“ í 17. gr. a og 29. gr. laganna kemur: og 17. gr. a – 17. gr. e.
                  b.      (6. gr.)
                            Á eftir orðunum „17. gr.“ í 4. mgr. 26. gr. laganna kemur: eða 17. gr. a – 17. gr. e.
                  c.      (7. gr.)
                            Eftirfarandi breytingar verða á 37. gr. laganna:
                      a.      Orðið „íhlutun“ í f-lið 1. mgr. fellur brott.
                      b.      Í stað orðanna „1., 5. og 6. mgr. 17. gr.“ í f-lið 1. mgr. kemur: 4. mgr. 17. gr. a, 17. gr. c og 1. mgr. 17. gr. e.
                      c.      G-liður 1. mgr. orðast svo: banni við að samruni komi til framkvæmda og tilkynningarskyldu skv. 17. gr. a, 3. mgr. 17. gr. b og 2. mgr. 17. gr. e.
                      d.      Í stað orðanna „17. gr. a“ í h-lið 1. mgr. kemur: 17. gr. f.
                  d.      (8. gr.)
                            Í stað orðanna „17. gr.“ í 1. mgr. 43. gr. laganna kemur: 17. gr. c.