Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 538. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1105  —  538. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breytingu á lögum er varða verðbréfaviðskipti.

Frá Jóni Bjarnasyni.



    Við bætist nýr kafli, V. kafli, Lög nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum, með þremur nýjum greinum, 11.–13. gr., svohljóðandi:
    a.    (11. gr.)    
    Við 1. mgr. 12. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Heitið „sparisjóður“ er þó óheimilt að nota með öðrum orðum eða skammstöfunum í firmaheiti.

    b. (12. gr.)
    4. mgr. 73. gr. laganna orðast svo:
Sparisjóði, sem breytt er í hlutafélag samkvæmt ákvæðum þessarar greinar, er óheimilt að nota orðið „sparisjóður“ í heiti sínu.

    c.    (13. gr.)
    22. tölul. 1. mgr. 110. gr. laganna fellur brott.