Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 553. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1117  —  553. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998, með síðari breytingum, og lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73/1990, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta iðnaðarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kristján Skarphéðinsson og Guðjón Axel Guðjónsson frá iðnaðarráðuneyti. Þá hafa nefndinni borist umsagnir frá Orkustofnun, Umhverfisstofnun, Orkuveitu Reykjavíkur, Byggðastofnun, Norðurorku, Viðskiptaráði Íslands, Skipulagsstofnun, Náttúruverndarsamtökum Vestfjarða, Náttúrufræðistofnun Íslands og Eyþingi.
    Í frumvarpinu er iðnaðarráðherra veitt heimild til að fela Orkustofnun að annast leyfisveitingar til rannsóknar og nýtingar á grundvelli tveggja lagabálka sem varða annars vegar auðlindir í jörðu og hins vegar auðlindir hafsbotnsins.
    Á fundum nefndarinnar kom fram að frumvarpinu væri ætlað að gera ferli við leyfisveitingar skilvirkara með því að fela sérhæfðri stofnun, Orkustofnun, útgáfu leyfanna. Að öðru leyti væri ekki við því að búast að frumvarpið hefði áhrif á almennt verklag við undirbúning leyfisveitinga.
    Meiri hlutinn leggur til að frestur til að kæra ákvarðanir Orkustofnunar verði rýmkaður til samræmis við almenn stjórnsýslulög.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


     1.      Við 1. gr. 2. málsl. 2. efnismgr. orðist svo: Kæra til ráðherra skal vera skrifleg.
     2.      Við 2. gr. 2. málsl. 2. efnismgr. orðist svo: Kæra til ráðherra skal vera skrifleg.

    Ragnheiður E. Árnadóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 26. maí 2008.



Katrín Júlíusdóttir,


form., frsm.


Kristján Þór Júlíusson.


Einar Már Sigurðarson.



Herdís Þórðardóttir.


Guðni Ágústsson.


Björk Guðjónsdóttir.



Grétar Mar Jónsson.