Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 534. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1144  —  534. mál.




Breytingartillögur



við till. til þál. um framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum fram til næstu sveitarstjórnarkosninga árið 2010.

Frá félags- og tryggingamálanefnd.



     1.      Við 3. kafla.
                  a.      Liður 3.2.1 orðist svo: Notkun viðurkenndra matslista.
                  b.      Orðin „Quality for children“ í lið 3.2.2 falli brott.
                  c.      Skammstöfunin „(SOF)“ í lið 3.2.4 falli brott.
                  d.      Orðin „(Child Death Review Team)“ í lið 3.2.6 falli brott.
                  e.      Liður 3.3.1 orðist svo: Fyrirhugað er að halda á Íslandi árið 2008 ráðstefnuna „Börn og vanræksla: Þarfir – skyldur – ábyrgð“ sem hluta af norrænu samstarfi um málefni barna.
                  f.      Liður 3.3.2 orðist svo: Norræn barnaverndarráðstefna í Kaupmannahöfn árið 2009.
                  g.      Númer liða falli brott.
     2.      Við 4. kafla.
                  a.      Orðin „(Multisystemic Therapy – MST)“ í lið 4.1.1 falli brott.
                  b.      Skammstöfunin „(MTFC/TFC)“ í lið 4.1.2 falli brott.
                  c.      Orðin „(t.d. Parent Management Training PMT)“ í lið 4.1.3 falli brott.
                  d.      Liður 4.2 orðist svo: Sérhæft framhaldsnámskeið fyrir fósturforeldra.
                  e.      Orðin „(Aggression Replacement Training – ART)“ í lið 4.3 falli brott.
                  f.      Númer liða falli brott.