Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 442. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1159  —  442. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands.

Frá utanríkismálanefnd.



     1.      Við 2. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Alþingi kýs sjö fulltrúa til setu í Þróunarsamvinnunefnd. Hlutverk Þróunarsamvinnunefndar er að tryggja aðkomu fulltrúa þingflokka að stefnumarkandi umræðu og ákvörðunum ráðherra um alþjóðlega þróunarsamvinnu til lengri tíma, sbr. 3. og 4. gr.
     2.      Við 3. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Drög að tillögu til þingsályktunar skv. 1. mgr. skulu lögð fyrir Þróunarsamvinnunefnd til umsagnar og skal umsögn hennar fylgja tillögunni til Alþingis.
     3.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað tölunnar „15“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: 17.
                  b.      3. málsl. 1. mgr. orðist svo: Fulltrúar í Þróunarsamvinnunefnd skulu eiga sæti í ráðinu, en níu fulltrúar skulu skipaðir með eftirfarandi hætti.
                  c.      Í stað orðanna „Samstarfsráðið er ráðgefandi stjórnsýslunefnd ráðherra“ í 2. mgr. komi: Samstarfsráðið skal sinna ráðgefandi hlutverki.
                  d.      Í stað orðanna „að jafnaði“ í 3. mgr. komi: að lágmarki.
                  e.      4. mgr. orðist svo:
                     Ráðherra getur kveðið nánar á um hlutverk samstarfsráðsins í reglugerð.
     4.      6. gr. falli brott.
     5.      Við 7. gr. Í stað orðanna „Framkvæmdastjóri skal hafa háskólamenntun“ í 2. málsl. 4. mgr. komi: Framkvæmdastjóri skal hafa lokið háskólaprófi.
     6.      11. gr. falli brott.
     7.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Þrátt fyrir gildistökuákvæði skal stjórn Þróunarsamvinnustofnunar samkvæmt lögum nr. 43 26. maí 1981 halda umboði sínu og starfa til 1. september 2008.