Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 546. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Prentað upp.

Þskj. 1166  —  546. mál.
Leiðrétting .




Breytingartillögur



við frv. til l. um opinbera háskóla og brtt. á þskj. 1089.

Frá minni hluta menntamálanefndar (KolH, HöskÞ).



     1.      Við 3. gr. Á eftir 3. málsl. 1. mgr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Háskóli miðlar fræðslu til almennings og veitir samfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar.
     2.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðsins „skólar“ í a-lið 1. mgr. og orðsins „skóla“ í c-lið 1. mgr. og 2. mgr., komi: fræðasvið.
                  b.      Í stað orðsins „skólaráðs“ í c-lið 1. mgr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi, í viðeigandi beygingarfalli: stjórnar fræðasviðs.
     3.      Við 5. gr.
                  a.      1. og 2. mgr. orðist svo:
                     Stjórn háskóla er falin háskólaráði, rektor, forsetum skóla og stjórnum skóla. Háskólaráð markar heildarstefnu í málefnum háskóla á grundvelli stefnumótunar háskólafundar og mótar skipulag háskóla. Háskólaráð fer með almennt eftirlit með starfsemi háskólans í heild, einstakra fræðasviða og háskólastofnana og ber ábyrgð á því að háskóli starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Háskólaráð setur reglur um skipulag stjórnsýslu háskóla.
                     Háskólaráð fer með úrskurðarvald í málefnum háskólans, einstakra fræðasviða og stofnana sem honum tengjast og heyra undir háskólaráð eða fræðasvið. Háskólaráð setur háskóla reglur á grundvelli þessara laga.
                  b.      Orðið „aðrar“ í 1. málsl. 3. mgr. falli brott.
                  c.      Í stað orðsins „starfsliðs“ í 4. mgr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi, í viðeigandi beygingarfalli: starfsfólks.
                  d.      Í stað orðsins „skóla“ í 4. mgr. og síðari málslið 6. mgr. komi, í viðeigandi beygingarfalli: fræðasvið.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


                  e.      Í stað orðanna „einn skóla“ í fyrri málslið 6. mgr. komi: eitt fræðasvið, og í stað orðsins „hans“ komi: þess.
     4.      Við brtt. á þskj. 1089. 4. tölul. orðist svo: 6. gr. orðist svo:
             Í háskólaráði, sem tilnefnt er til tveggja ára, eiga sæti:
                  1.      Rektor sem er sjálfkjörinn í ráðið og jafnframt formaður þess.
                  2.      Fulltrúar fræðasviða háskóla, einn frá hverju fræðasviði, kjörnir af akademískum starfsmönnum á viðkomandi fræðasviði úr hópi akademískra starfsmanna í fullu starfi sem skipaðir eru eða ráðnir ótímabundið. Fulltrúar fræðasviða geta aldrei verið fleiri en fimm.
                  3.      Tveir fulltrúar stúdenta valdir af heildarsamtökum stúdenta við háskólann.
                  4.      Þrír utanaðkomandi fulltrúar sem tilnefndir eru af fráfarandi háskólaráði og skipaðir af menntamálaráðherra.
             Hverjum fulltrúa skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. skal valinn varamaður. Þrír fulltrúar skv. 4. tölul. 1. mgr. og einn sameiginlegur varamaður fyrir þá skulu valdir sameiginlega af rektor og fulltrúum skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. þegar þeir hafa verið valdir til setu í ráðinu. Við val fulltrúa skv. 4. tölul. 1. mgr. skal leitast við að tryggja sem víðtækasta þekkingu og reynslu háskólanum til stuðnings. Fulltrúar skv. 4. tölul. 1. mgr. mega ekki vera starfsmenn eða nemendur háskólans. Þegar þeir fulltrúar, sem taldir eru í þessari málsgrein, hafa verið valdir telst háskólaráð fullskipað.
             Háskólaráð setur nánari reglur um val á fulltrúum fræðasviða og nemenda í ráðið, kosningarétt og kjörgengi, vægi atkvæða, undirbúning og framkvæmd kosninga. Leita skal umsagnar háskólafundar og heildarsamtaka nemenda háskóla áður en slíkar reglur eru settar eða þeim breytt. Háskólaráðsfulltrúar kjósa úr sínum hópi varaformann ráðsins.
     5.      Við 7. gr.
                  a.      2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Æski eigi færri en helmingur fulltrúa í háskólaráði fundar er formanni skylt að boða til hans.
                  b.      1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Háskólaráð er ályktunarfært ef eigi færri en tveir þriðju hlutar atkvæðisbærra háskólaráðsfulltrúa sækja fund.
     6.      Við 8. gr.
                  a.      Í stað orðanna „háskólaráð marki sér“ komi: háskólafundur og háskólaráð marki.
                  b.      Á eftir 1. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                     Þann einan má skipa í stöðu rektors sem hefur prófessorshæfi og öðlast hefur stjórnunarreynslu.
                     Rektor verður ekki leystur frá störfum án þess að það sé borið undir háskólaráð og hljóti samþykki meirihluta þess.
                  c.      Í stað orðsins „skóla“ í 4. málsl. 2. mgr. komi: fræðasviða.
                  d.      Í stað orðanna „hvern skóla“ í fyrri málslið 3. mgr. komi: hvers fræðasviðs.
     7.      Við 9. gr.
                  a.      2. málsl. 1. mgr. orðist svo: Háskólafundur mótar og setur fram sameiginlega stefnu háskólans að frumkvæði rektors.
                  b.      Í stað orðsins „skóla“ í 3. málsl. 1. mgr. og 3. mgr. komi: fræðasviða.
     8.      Við 10. gr.
                  a.      Í stað orðsins „skólum í 2. málsl. 1. mgr. og orðsins „skóla“ í lokamálslið 1. mgr. komi, í viðeigandi beygingarfalli: fræðasvið.
                  b.      Í stað orðsins „skólafundi“ í lokamálslið 1. mgr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi, í viðeigandi beygingarfalli: þingi fræðasviðs.
                  c.      Á eftir orðinu „stjórnsýslu“ í fyrri málslið 2. mgr. komi: og stoðþjónustu.
                  d.      Í stað orðanna „eins árs“ í síðari málslið 2. mgr. komi: tveggja ára.
                  e.      3. mgr. orðist svo:
                     Háskólaráð setur nánari reglur um fjölda fulltrúa sem sæti eiga á háskólafundi skv. 1. mgr. og um val þeirra og kjörtíma. Háskólafundur setur nánari reglur um skipan og fundarsköp háskólafundar og um kosningu og setu fulltrúa annarra stofnana og samtaka á háskólafundi, en þeirra sem taldir eru í 1. og 2. mgr. og um atkvæðisrétt þeirra.
     9.      Við 11. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                     Fræðasvið eru meginskipulagseiningar háskóla og deildir grunneiningar. Háskólaráð ákvarðar hlutverk og verkaskiptingu milli fræðasviða og kveður á um skipan þeirra í reglum. Hvert fræðasvið skiptist í deildir samkvæmt tillögu þess sem lögð er fyrir háskólaráð. Leita skal umsagnar háskólafundar áður en gerðar eru grundvallarbreytingar á skipan fræðasviða.
                  b.      Í stað orðanna „Skólar eru sjálfstæðir“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: Fræðasvið eru sjálfstæð.
                  c.      Í stað orðsins„skóla“ í 3. mgr. komi: fræðasvið.
                  d.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Fræðasvið og stofnanir.
     10.      Við 12. gr.
                  a.      Í stað orðsins „skóla“ í 1. og 3. málsl. 1. mgr. komi, í viðeigandi beygingarfalli: fræðasvið.
                  b.      Í stað 2. málsl. 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Rektor ræður forseta hvers fræðasviðs að undangenginni auglýsingu. Háskólaráð setur nánari reglur um undirbúning og fyrirkomulag ráðningar forseta fræðasviða.
                  c.      Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Forseti fræðasviðs skal að jafnaði hafa prófessorshæfi og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun.
                  d.      2. mgr. orðist svo:
                     Í umboði háskólaráðs og rektors á forseti frumkvæði að útfærslu stefnu háskólans á vettvangi fræðasviðs og mótun stefnu fyrir fræðasviðið, auk þess sem forseti hefur eftirlit með starfi og stjórnsýslu fræðasviðsins og ræður til þess starfsfólk. Forseti er akademískur leiðtogi fræðasviðs, formaður stjórnar og fer með vald stjórnar á milli funda. Hann ber ábyrgð á fjármálum og rekstri fræðasviðsinss og þeirra stofnana sem undir það heyra, starfsmannamálum og almennum gæðakröfum fræðasviðs gagnvart rektor og háskólaráði, sbr. 5. gr. Rektor ákvarðar nánar um starfsskyldur forseta fræðasviðs. Formaður deildar skal hafa prófessors- eða dósentshæfi og reynslu af stjórnun. Háskólaráð setur reglur um val deildarformanna, hlutverk þeirra og um tímalengd formennsku.
                  e.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Forsetar fræðasviða og deildarformenn.
     11.      Við 13. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „þar á meðal“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: um fjárhagsleg málefni fræðasviða.
                  b.      Í stað orðsins „skóla“ tvívegis í 2. mgr. komi: fræðasviða.
                  c.      Í stað orðanna „skóla- og deildarfundi“ í 2. mgr. komi: þing fræðasviða og deildarfundi.
                  d.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Stjórn fræðasviðs.
     12.      Við 14. gr.
                  a.      Í stað orðsins „skóla“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: fræðasviðs; í stað orðsins „skólans“ í 2. málsl. 1. mgr. og orðsins „skóla“ í 1. málsl. 2. mgr. komi; fræðasviðsins; og í stað orðsins „hann í 2. málsl. 1. mgr. komi: það.
                  b.      Í stað orðanna „fundar skóla“ í 2. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. komi: þings fræðasviðs.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Þing fræðasviðs.
     13.      Fyrirsögn IV. kafla orðist svo: Fræðasvið og stofnanir.
     14.      Við 16. gr. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Prófessorar og fastráðnir sérfræðingar við háskólastofnanir skulu hafa lokið doktorsprófi.
     15.      Við 17. gr.
                  a.      1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Forseti fræðasviðs veitir, í umboði rektors, tímabundin akademísk störf við fræðasviðið og stofnanir sem heyra undir fræðasviðið eða deild innan þess.
                  b.      Í stað orðsins „skóla“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: fræðasviðs.
                  c.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Háskólaráð setur nánari reglur um nýráðningar, auglýsingar um störf, umsóknir og meðferð þeirra, skipan og störf dómnefnda, framgang kennara, sérfræðinga og fræðimanna og tilflutning starfsmanna.
     16.      Fyrirsögn V. kafla orðist svo: Starfsfólk háskóla.
     17.      Við 18. gr. Í stað orðsins „skólans“ í síðari málslið 2. mgr. komi: fræðasviðsins; og í stað orðsins „skóla“ í 3. mgr. komi: fræðasviðs.
     18.      Við brtt. á þskj. 1089. 7. tölul. orðist svo: Við 19. gr.
                  a.      Í stað orðanna „forseti þeirrar deildar“ í 1. málsl. 3. mgr. komi: formaður þeirrar deildar.
                  b.      Í stað orðanna „forseti“ í 2. málsl. 3. mgr. komi: forseti fræðasviðsins.
     19.      Við 20. gr. Í stað orðsins „Skólar“ í 3. mgr. komi: Fræðasvið.
     20.      Við 21. gr.
                  a.      2. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „viðkomandi forseta“ í 2. málsl. 3. mgr. komi: formanns viðkomandi deildar.
     21.      2. mgr. 23. gr. orðist svo:
             Háskólar hafa rétt til að veita doktorsnafnbót með vörn sérstakrar doktorsritgerðar, enda séu uppfyllt skilyrði 7. gr. laga um háskóla og reglna um doktorsnám í háskólum sem settar eru með stoð í þeim. Háskólaráð setur almennar reglur um vörn slíkra doktorsritgerða.
     22.      Við 24. gr. Í stað orðsins „skóla“ í síðari málslið 1. mgr. komi: háskóla.
     23.      Við 26. gr. Í stað orðsins „skóla“ í lokamálslið 1. mgr. komi: fræðasviði.
     24.      Við 28. gr. Í stað orðanna „Hver skóli“ í 2. mgr. komi: Hvert fræðasvið.
     25.      Við ákvæði til bráðabirgða:
                  a.      Í stað orðsins „skóla“ í síðari málslið 2. mgr. og lokamálslið 4. mgr. komi, í viðeigandi beygingarfalli: fræðasvið.
                  b.      1. málsl. 4. mgr. orðist svo: Við gildistöku laga þessara skulu fræðasvið við Háskóla Íslands vera félagsvísindasvið, heilbrigðisvísindasvið, hugvísindasvið, menntavísindasvið, og verkfræði- og náttúruvísindasvið.
     26.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Ráðherra skipar níu manna starfshóp sem fái það verkefni að fara yfir gjaldtökuheimildir háskólanna skv. 2. mgr. 24. gr. og framkvæmd þeirra. Hópurinn gangi úr skugga um að gjaldtaka sé í samræmi við kostnað skólanna við að veita viðkomandi þjónustu. Í starfshópnum skulu eiga sæti þrír fulltrúar Háskóla Íslands og þrír fulltrúar Háskólans á Akureyri. Einn fulltrúi hvors háskóla um sig skal koma úr hópi starfsmanna, einn úr hópi nemenda og sá þriðji skal vera rektor. Fulltrúar starfsmanna skulu tilnefndir af háskólafundi og fulltrúar nemenda af heildarsamtökum nemenda viðkomandi skóla. Ráðherra skipar þrjá fulltrúa án tilnefningar. Starfshópurinn skal skila skýrslu til ráðherra ekki síðar en í janúar 2009.