Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 107. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1180  —  107. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um að fordæma mannréttindabrot og hvetja bandarísk yfirvöld til að loka fangabúðunum í Guantanamo.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Nikulás Hannigan frá utanríkisráðuneytinu, Kristján Sturluson og Árna Múla Jónasson frá Rauða krossi Íslands, Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur frá Íslandsdeild Amnesty International og Guðrúnu Guðmundsdóttur og Elínu Vigdísi Guðmundsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Umsagnir bárust um málið frá Rauða krossi Íslands, Íslandsdeild Amnesty International og Mannréttindaskrifstofu Íslands.
    Nefndin ítrekar mikilvægi þess að alþjóðleg mannúðar- og mannréttindalög séu ætíð virt af öllum ríkjum heims. Nefndin hefur skilning á mikilvægi baráttunnar gegn hryðjuverkum, en áréttar að sú barátta getur aldrei réttlætt mannréttindabrot.

    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:



    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi fordæmir ómannúðlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu, hvetur til þess að búðunum verði lokað og felur ríkisstjórninni að koma þeirri afstöðu á framfæri við bandarísk stjórnvöld.
    
    Ragnheiður E. Árnadóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 28. maí 2008.



Bjarni Benediktsson,


form., frsm.


Árni Páll Árnason.


Steingrímur J. Sigfússon.



Ásta R. Jóhannesdóttir.


Siv Friðleifsdóttir.


Guðfinna S. Bjarnadóttir.



Lúðvík Bergvinsson.


Kristinn H. Gunnarsson.