Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 547. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1247  —  547. mál.




Framhaldsnefndarálit



um frv. til. l. um uppbót á eftirlaun.

Frá efnahags- og skattanefnd.



    Málinu var vísað til nefndarinnar að lokinni 2. umræðu og hefur hún fjallað um málið á ný og fengið á sinn fund Maríönnu Jónasdóttur, Harald Steinþórsson og Ingva Má Pálsson.
    Í tilefni af athugasemdum ríkisskattstjóra leggur nefndin til breytingar á 6. og 9. gr. frumvarpsins sem ætlað er að gera framkvæmdina skýrari.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGUM:


     1.      Við 6. gr. 1. mgr. orðist svo:
             Uppbót á eftirlaun skal ákvörðuð við álagningu og skal tekjuskattur og útsvar reiknast sérstaklega af þeirri fjárhæð miðað við skatthlutfall viðmiðunarárs og að teknu tilliti til ónýtts persónuafsláttar. Við ákvörðun um bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, skal farið með greiðslur samkvæmt lögum þessum sem ellilífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóði, sbr. lög nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
     2.      Við 9. gr.
              a.      Í stað orðsins „dag“ í 1. mgr. komi: mánuð.
              b.      Orðin „eigi síðar en 1. apríl“ í 1. málsl. 2. mgr. falli brott.
              c.      Í stað orðanna „næstliðnu tekjuári“ í 1. málsl. 2. mgr. komi: viðmiðunarári.

Alþingi, 29. maí 2008.



Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Ellert B. Schram.


Bjarni Benediktsson.



Gunnar Svavarsson.


Magnús Stefánsson.


Ragnheiður E. Árnadóttir.



Lúðvík Bergvinsson.


Paul Nikolov.


Jón Bjarnason.