Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 622. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1262  —  622. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2008.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að ríkisstjórnin staðfesti þrjá samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2008. Um er að ræða sameiginlega bókun um niðurstöður fiskveiðiviðræðna um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum í Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2008, samkomulag milli Íslands og Noregs um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Noregs norðan 62°N, fiskveiðilögsögu Jan Mayen og efnahagslögsögu Íslands á árinu 2008, og samkomulag milli Íslands og Rússneska sambandsríkisins um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu Íslands á árinu 2008.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 29. maí 2008.



Bjarni Benediktsson,


form., frsm.


Árni Páll Árnason.


Ragnheiður E. Árnadóttir.



Ásta R. Jóhannesdóttir.


Siv Friðleifsdóttir.


Lúðvík Bergvinsson.



Kristinn H. Gunnarsson.


Ögmundur Jónasson.


Björk Guðjónsdóttir.