Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Þriðjudaginn 17. febrúar 2009, kl. 22:18:33 (3910)


136. löggjafarþing — 82. fundur,  17. feb. 2009.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

313. mál
[22:18]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Þá legg ég til að hæstv. fjármálaráðherra segi að þingmenn deili kjörum sínum með opinberum starfsmönnum í landinu en ekki að þingmenn deili kjörum með almenningi í landinu. Það er bara sá munur á. Orðaleikur? Jú, það getur vel verið að það sé orðaleikur. En ég vildi bara koma því á tært að menn eru að fara úr einu forréttindakerfi yfir í annað. Það er bara ekkert einfaldara.

Hæstv. ráðherra svaraði ekki spurningu minni um 3. gr. þar sem á að skerða lífeyrisrétt þeirra sem vinna jafnframt lífeyristökunni, sem er leyfilegt í B-deildinni, sem er líka forréttindakerfi. Hvort þeir aðilar geti þá vænst þess að fjármálaráðuneytið eða fjármálaráðherra setji lög um að þetta sama gildi hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins? Hvort menn ætli að fara að skerða þann lífeyrisrétt. Þannig að ef menn vinna með ellilífeyristöku þá skuli skerða ellilífeyrinn.