Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Miðvikudaginn 04. mars 2009, kl. 12:32:10 (4540)


136. löggjafarþing — 92. fundur,  4. mars 2009.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

313. mál
[12:32]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Með samþykkt þess frumvarps sem hér er til afgreiðslu má segja að endanlega sé útrýmt þeim sérkjörum sem gilt hafa um lífeyrisréttindi forseta, hæstaréttardómara, ráðherra og alþingismanna. Verði frumvarpið að lögum munu þessir aðilar búa við sömu lífeyriskjör og starfsmenn ríkisins og starfsmenn sveitarfélaga sem hafa sambærileg réttindi.

Fullvíst má telja að með samþykkt frumvarpsins takist langþráð sátt í samfélaginu um skipan þessara mála og að þingmenn og ráðherrar og aðrir sem lögin taka til deili kjörum með starfsmönnum ríkisins í lífeyrismálum.

Ég fagna því að breið samstaða náðist í efnahags- og skattanefnd um afgreiðslu málsins og vænti þess að sú samstaða endurspeglist í atkvæðagreiðslunni hér í dag.