Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Miðvikudaginn 04. mars 2009, kl. 12:36:32 (4543)


136. löggjafarþing — 92. fundur,  4. mars 2009.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

313. mál
[12:36]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Í því frumvarpi sem við ræðum er gert ráð fyrir því að þingmenn séu settir í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þar sem er 15,5% iðgjald og stærsti hlutinn, 11,5%, er greiddur af atvinnurekanda, þ.e. ríkinu. Þetta iðgjald þarf örugglega að hækka.

Á meðan eru almennu lífeyrissjóðirnar með 12% iðgjald og þar af leiðandi miklu lakari rétt. Það þarf að skerða þann rétt hjá mörgum lífeyrissjóðum. Ég legg hér til að í stað þess að þingmenn velji sjálfum sér rétt í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins geti þeir valið sér lífeyrissjóð eins og kjósendur þeirra njóta. Um 80% landsmanna er gert að borga í lífeyrissjóð sem ekki er með föst réttindi heldur breytileg og þarf hugsanlega að skerða þau réttindi, því miður. Á meðan eru þingmenn öruggir með sín pottþéttu réttindi í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Ég segi já.