Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Miðvikudaginn 04. mars 2009, kl. 12:39:13 (4545)


136. löggjafarþing — 92. fundur,  4. mars 2009.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

313. mál
[12:39]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Áðan var sagt að þingmenn mættu ekki velja sér lífeyrissjóð. Þeir eru að því núna. Þeir eru að velja sér lífeyrissjóð sem veitir bestu kjör í landinu. Þeir eru eina stéttin í landinu sem getur valið sér lífeyrissjóð, og þeir eru að því núna. Þeir eru að velja sér A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins með föst réttindi og breytilegt iðgjald sem ríkið greiðir.

Á sama tíma og lífeyrissjóðirnir þurfa að skerða réttindi þarf að auka skatta á það sama fólk til að hækka iðgjöldin inn í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Ég segi nei.