Stjórnarskipunarlög

Miðvikudaginn 11. mars 2009, kl. 13:49:19 (5176)


136. löggjafarþing — 100. fundur,  11. mars 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[13:49]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það er fagnaðarefni að hv. þm. Birkir Jón Jónsson, einn af flutningsmönnum, sé viðstaddur umræðuna og það skal staðfest að hann tók þátt í henni í gær af miklum myndarskap. Það sama á hins vegar ekki við um aðra flutningsmenn þessa mikilvæga frumvarps, sem fjallar um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Það er skýrt í mínum huga — hvað sem hv. þm. Birkir Jón Jónsson segir um samkomulagið sem var gert hér í gær — að ég gerði að sjálfsögðu ráð fyrir því vegna fjarvista forsætisráðherra í gær að forsætisráðherra yrði við umræðuna þegar henni lyki hér á tveimur tímum. Það á því ekki að koma neinum á óvart og ég vænti þess að hv. þm. Birkir Jón Jónsson sé mér sammála um að mikils virði sé að hæstv. forsætisráðherra hafi frumkvæði að því með þátttöku í umræðunni (Forseti hringir.) að samkomulag og breið samstaða um breytingar á stjórnarskránni (Forseti hringir.) geti náðst hér á hinu háa Alþingi.