Heimild til samninga um álver í Helguvík

Miðvikudaginn 11. mars 2009, kl. 19:20:54 (5218)


136. löggjafarþing — 100. fundur,  11. mars 2009.

heimild til samninga um álver í Helguvík.

394. mál
[19:20]
Horfa

Árni M. Mathiesen (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að ekkert sérstakt mat þurfi af minni hálfu á ummælum sveitarstjórans. Það kemur berlega fram í þeim að hann hugsar um þá uppbyggingu á orkufrekum iðnaði sem möguleg er í sveitarfélagi hans og að orka sé tiltæk til þess. Ef hún væri tiltæk hefði hann ekkert á móti því að hún færi til Suðurnesja. Það kemur fram í ummælum hans. (Gripið fram í: Hvaða …) Þannig að hv. þingmaður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að ég misskilji sveitarstjórann. Nógu mikið hef ég rætt þessi mál við hann til að vita nákvæmlega hver afstaða hans til málsins er.